fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Chris Rock tekur fyrir hinn alræmda kinnhest í beinni útsendingu

Fókus
Miðvikudaginn 1. mars 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til er frægur amerískur málsháttur sem fjallar um það að ef lífið færir þér sítrónur þá sé best að gera úr þeim límonaði, eða með öðrum orðum það sé hægt að taka eitthvað súrt og gera það besta úr því.

Þetta á vel við um grínistann Chris Rock sem lítið hafði farið fyrir í umræðunni þar til á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra þegar leikarinn Will Smith löðrungaði hann fyrir brandara og setti atvikið hreinlega allt á hliðina. Líklega muna fæstir eftir því hvaða kvikmyndir fóru sigurför um hátíðina þar sem löðrungurinn var það eina sem fólk hafði að ræða í kjölfarið.

Kalla mætti löðrunginn sítrónu, enda súrt með eindæmum að vera sleginn utan undir, hvað þá í beinni útsendingu á einum stærsta viðburði kvikmyndaheimsins.

Chris hefur ekki mikið rætt um atvikið hingað til. Hann hefur komið með einn og einn brandara, stuttar setningar, en aldrei kafað djúpt ofan í málið. Allt þar til nú.

Væntanlegur er nýr uppistandsþáttur, eða „special“ með grínistanum sem verður sýndur í beinni útsendingu á Netflix þann 4. mars, eða viku á undan Óskarsverðlaunahátíðinni. Og til að auglýsa þættina hefur verið gefið út að þar muni Chris fjalla loksins um löðrunginn, en með því að nota löðrunginn til að auglýsa þáttinn má segja að Chris hafi þar með búið til límonaðið sitt.

Eins og flestir vita endaði löðrungurinn með að hafa miklar afleiðingar fyrir leikarann Will Smith sem hefur mátt ganga þrautargögnu undanfarið ár og var meðal annars úthýst af Óskarsverðlaunahátíðinni næsta áratuginn.

Sjá einnig: Ákvörðun Akademíunnar tilkynnt – Will Smith í tíu ára bann

Hefur Will ítrekað beðist afsökunar og sagt að hann hafi verið illa fyrirkallaður þetta kvöld og hafi hann hreinlega misst stjórn á sér þegar Chris Rock gerði grín að konu hans, Jada Pinkett Smith, og blettaskalla hennar.

Sjá einnig:

Will Smith útskýrir loksins Óskars-löðrunginn fræga – „Ég var bara farinn“

Will Smith biður Chris Rock afsökunar á löðrungnum – „Ég fór yfir strikið“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone