fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Engin von fyrir Tom Sizemore

Fókus
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda leikarans Tom Sizemore hefur gefið frá sér yfirlýsingu um ástand leikarans eftir að hann fékk heilablæðingu fyrir 10 dögum síðan.

Þar segir að það sé ekki talin nein batavon hjá leikaranum og sé fjölskyldan nú að taka ákvörðun um lífslokameðferð.

Leikarinn, sem var hvað helst þekktur fyrir hlutverk sín í myndum á borð við Saving Private RyanBlack Hawk Down og Pearl Harbor, fékk heilablæðingu á heimili sínu í Los Angeles þann 18. febrúar og var í kjölfarið lagður inn á gjörgæslu þar sem hann hefur legið þungt haldinn.

„Læknar hafa tilkynnt fjölskyldu hans að það sé engin von og hafa ráðlagt þeim að taka ákvörðun um lífslokameðferð. Fjölskyldan er nú að taka ákvörðun um þá meðferð og verður önnur yfirlýsing gefin út á miðvikudag,“ sagði umboðsmaður leikarans í yfirlýsingu til fjölmiðla.

„Við óskum eftir að fjölskyldan fái frið á þessum erfiða tíma og þau vilja koma þökkum áleiðis fyrir hundruð skilaboða og stuðning og bænir sem hafa verið móttekin. Þetta hefur verið erfiður tími hjá þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone