fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Vandræðaleg stund á rauða teppinu – Hafði ekki gleymt því að blaðamaðurinn gerði grín að honum í grunnskóla

Fókus
Mánudaginn 27. febrúar 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vandræðaleg stund átti sér stað á rauða teppinu í Hollywood hefur vakið mikla athygli en um var að ræða viðburð til að kynna nýjustu mynd leikarans Michael B. Jordan sem nefnist Creed III.

Blaðamaðurinn Lore’l sem vinnur fyrir Morning Hustle útvarpsstöðina kynnti þar Michael og tók fram að þau hefðu gengið í sama skóla í gamla daga. Þá sagði Michael: „Ég var hallærislegi gaurinn, var það ekki?“

Mögulega var Michael þar að vísa í nýlegan hlaðvarpsþátt sem Lore’l var með þar sem hún rifjaði upp kynni sín af leikaranum í grunnskóla og hvernig hann átti það til að mæta með myndir af sér í skólann, til að reyna að koma sjálfum sér á framfæri.

Lore’l reyndi að verja sig og sagðist ekki hafa sagt það einhver hlyti að hafa haft rangt eftir henni.

„Ég heyrði það, ég heyrði það, en þetta er í góðu lagi. Hvað segirðu?“ sagði Michael þá.

Lore’l neitaði þó að hafa kallað hann hallærislegan en sagðist þó hafa gert grín að nafni hans því hann heitir Michael Jordan, sem er líka nafnið á frægum körfuboltamanni sem var vinsæll þegar þau gengu í skóla.

Lore’l lét þó ekki slá sig út af laginu og hélt áfram með viðtalið og lauk því svo með – „Jæja þú ert ekki hallærislegur lengur“

Michael virtist þó ekki tilbúinn að hlæja að þessum endurminningum og var fljótur að forða sér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu