Vandræðaleg stund átti sér stað á rauða teppinu í Hollywood hefur vakið mikla athygli en um var að ræða viðburð til að kynna nýjustu mynd leikarans Michael B. Jordan sem nefnist Creed III.
Blaðamaðurinn Lore’l sem vinnur fyrir Morning Hustle útvarpsstöðina kynnti þar Michael og tók fram að þau hefðu gengið í sama skóla í gamla daga. Þá sagði Michael: „Ég var hallærislegi gaurinn, var það ekki?“
Mögulega var Michael þar að vísa í nýlegan hlaðvarpsþátt sem Lore’l var með þar sem hún rifjaði upp kynni sín af leikaranum í grunnskóla og hvernig hann átti það til að mæta með myndir af sér í skólann, til að reyna að koma sjálfum sér á framfæri.
Lore’l reyndi að verja sig og sagðist ekki hafa sagt það einhver hlyti að hafa haft rangt eftir henni.
„Ég heyrði það, ég heyrði það, en þetta er í góðu lagi. Hvað segirðu?“ sagði Michael þá.
Lore’l neitaði þó að hafa kallað hann hallærislegan en sagðist þó hafa gert grín að nafni hans því hann heitir Michael Jordan, sem er líka nafnið á frægum körfuboltamanni sem var vinsæll þegar þau gengu í skóla.
Lore’l lét þó ekki slá sig út af laginu og hélt áfram með viðtalið og lauk því svo með – „Jæja þú ert ekki hallærislegur lengur“
Michael virtist þó ekki tilbúinn að hlæja að þessum endurminningum og var fljótur að forða sér.
A women who went to school with Michael B. Jordan was interviewing him on the red carpet but Michael remembers when she used to call him “corny” back in school…. Success really is the best revenge 💯 pic.twitter.com/AUFFWP5kBc
— Daily Loud (@DailyLoud) February 26, 2023
When you make someone the butt of your jokes in High School then have to interview him on the red carpet of his film:
Michael B. Jordan sure ain’t forget Lore’l was one of the people who would make fun of him back in the day
🔗: https://t.co/RBmPUCOZOm pic.twitter.com/NXqa7AA3G4— Glock Topickz (@Glock_Topickz) February 25, 2023