Mary Ester Stocks Martin Gailey, tungumálakennari til 30 ára, var þekkt af nemendum sínum undir gælunafninu MM.
Hún elskaði súkkulaði og hinsta ósk hennar var að vera grafin í kistu í líki uppáhaldssúkkulaðsins M&M. Fjölskylda hennar og vinir tóku þátt og mættu í fatnaði merktum M&M í jarðarförina sem fór fram í Arizona í Bandaríkjunum síðastliðinn sunnudag.
„Hún sagði að það eina sem hún sæi eftir væri að geta ekki mætt í sína eigin jarðarför til að sjá svipinn á gestunum, “ segir tengdadóttirin Lisa Richardson. M&M var hennar uppáhalds, hún var kennari í 30 ár, upphafsstafir hennar voru MM og nemendur hennar gáfu henni svo marga M&M minjagripi að hún átti fullt herbergi af þeim.
Kistan var í laginu eins og risastórt blátt M&M, sem hélt á litlum súkkulaðistykkjum með nöfnun hennar nánustu, þar á meðan fjögurra barna hennar: Steven Douglas Martin, William Gary Martin, Cindy Elaine Roundtree og Thomas Dan Martin.
„Kistan er til heiðurs þeim 5000 nemendum sem hún kenndi um ævina. Hennar verður sárt saknað,“ sagði William sonur hennar. Margir nemenda hennar mættu í jarðarförina og sögðu hana hafa verið þeim mikil hvatning.