Breski leikarinn Jude Law og eiginkona hans, Phillipa Coan, eignuðust sitt annað barn nýlega, en fyrir eiga þau tveggja ára barn. Barnið er sjöunda barn Law.
Law á synina Rafferty, 25 ára og Ruby, 19 ára, og dótturina Iris, 20 ára, með fyrrum eiginkonu sinni, leikkonunni Sadie Frost. Dótturina Sophie, 13 ára, á hann með fyrirsætunni Samantha Burke. Og dótturina Ada, sjö ára, með söngkonunni Catherine Harding.
Law og Coan giftu sig 2019. Leikarinn hefur sagt að hann elski föðurhlutverkið, og að eiga mörg börn sé eitthvað sem hann hafi alltaf dreymt um.
„Ég elska það, svo af hverju ekki? Ég er mjög heppinn að vera í sambandi með einhverri sem ég er brjálæðislega ástfangin af. Að eignast fleiri börn væri alveg dásamlegt.“
Um blönduðu fjölskylduna segir hann: „Við eigum ótrúlega stöðugt og heilbrigt fjölskyldumynstur, sem börnin mín sem eru orðin fullorðin taka þátt í. Svo veita þau yngri okkur mikla gleði og eru svo skemmtileg.“