Hann mætti í þáttinn til að ræða um byssulöggjöf en í staðinn var gert grín að hrifningu Joy Behar á honum, hún er einn af þáttastjórnendum The View. Hinir þáttastjórnendurnir tóku þátt í gríninu og sögðu að Behar hefur verið skotin í leikaranum í mörg ár og hefur ekki farið leynt með það. Framleiðendur birtu síðan samansafn af klippum úr gömlum þáttum þar sem Behar lýsir hrifningu sinni á honum.
Liam Neeson — our Joy Behar’s favorite actor — tells us about his new movie #Marlowe and we look back on Joy’s well-documented admiration for him! 🤣 https://t.co/cVclFZQmjA pic.twitter.com/4YWDBgyVAB
— The View (@TheView) February 15, 2023
Leikarinn rifjaði upp atvikið í viðtali við Rolling Stone í gær. Hann sagði að hann hafi verið spenntur að ræða um mikilvægt málefni en hafi verið vonsvikinn þegar umræðan fór að snúast um hann og Joy Behar.
Hann sagði að honum líður óþægilega í svona aðstæðum og að þetta hafi verið kjaftæði.
— Kristi Hines (@kristileilani) February 21, 2023
Atvikið vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum.
„Maður verður eiginlega að vera sammála Liam Neeson. Ef þetta hefðu verið fjórir karlmenn að tala um hversu skotnir þeir væru í leikkonu hefðu viðbrögðin verið allt önnur,“ sagði einn netverji.
„Þetta var frekar vandræðalegt. Ímyndaðu þér ef þetta hefði verið karlmaður að tala um hvað hann sé skotinn í konu og að segjast vilja sofa hjá henni og svo framvegis. Greyið Liam, honum leit út fyrir að hafa liðið illa,“ sagði annar.