Breska glamúrfyrirsætan og athafnakonan Katie Price fór nýlega í sextándu brjóstastækkunina og var þetta sú stærsta til þessa, hvor púðinn er 2120CC.
Katie, 44 ára, er stödd á Taílandi með yngri börnunum sínum tveimur; Jett, 9 ára, og Bunny, 8 ára, og unnusta sínum, Carl Woods, sem fagnaði 34 ára afmæli sínu í ferðinni.
Þetta er í fyrsta sinn sem parið sést saman á ný eftir að þau hættu saman í nóvember, en Carl kom með dramatíska yfirlýsingu á samfélagsmiðlum um sambandsslit þeirra á þeim tíma.
Á myndunum sem The Sun birtir má sjá Katie Price í bláum stuttbuxum og bláum bikinítopp.
Árið 2022 var stórt ár fyrir athafnakonuna, hún stofnaði OnlyFans-síðu og byrjaði með eigin raunveruleikaþætti – My Mucky Mansion – á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4. Önnur þáttaröð fer í loftið seinna í vikunni.
The 44-year-old star, who recently went under the knife to get her breasts boosted, is on a half term trip to Thailand.https://t.co/rabm3IDxZv
— news.com.au (@newscomauHQ) February 21, 2023
Fyrirsætan fór í fyrstu brjóstaaðgerðina árið 1998. Hún fór svo í fyrstu brjóstaminnkunina árið 2008 en skipti um skoðun og ákvað „því stærri, því betri.“
Sjá einnig: Katie Price komin á OnlyFans – „Þetta er eitthvað sem ég var fædd til að gera“
Árið 2015 minnkaði hún brjóstin svo aftur, og skipti svo aftur um skoðun og lét stækka þau aftur.