Einar Kárason frumflutti frásögn sína: Njálsbrennusögu og flugumýrartvist á Sögulofti Landnámssetursins laugardagskvöldið 18. febrúar.
Einar rennir í gegnum Njálssögu á tæpum tveimur tímum og tengir í lokin við Flugumýrarbrennu.
Þetta er stórkostleg yfirferð hjá Einari og nokkuð sem áhugamenn um sagnaarfinn ættu ekki að láta fram hjá sér fara, enda flutningur sem eingöngu er á færi stórkostlegra sagnamanna á borð við Einar Kárason. Húsfyllir var á sýninguna og voru gestir voru yfir sig hrifnir og fögnuðu vel að lokum með Einari.