Hjónin Hildur Þórarinsdóttir, lögmaður á Juris, og Hörður Ægisson, einn af stofnendum Innherja á Vísi.is, eiga von á barni.
Hildur greindi frá gleðitíðindunum á Instagram á laugardag, daginn sem Hörður átti afmæli. „Hjartanlega til hamingju með afmælið ástin mín! Dáldið mikið spennt fyrir þessu ári með þér.“
View this post on Instagram
Hörður og Hildur giftu sig í Dómkirkjunni í maí í fyrra.
Hörður var ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um efnahagsmál árin 2017-2021, og þar áður starfaði hann í tvö ár sem viðskiptaritstjóri á DV.