Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, birti skemmtilegt myndband á Instagram á dögunum þar sem hún sýndi á bak við tjöld hringferðar Sjálfstæðisflokksins.
Á kjördæmadögum þingflokkanna fóru þingmenn Sjálfstæðisflokksins í hringferð um landið, frá 10. – 16. febrúar.
Það virðist hafa verið mikið fjör hjá Áslaugu Örnu og flokksfélögum hennar. Í myndbandinu má sjá þau brasa ýmislegt, meðal annars má sjá tilraun Áslaugar Örnu til kassahopps og sofandi, eða mjög slakan, Brynjar Níelsson.
„Landið vort fagra… Bakvið tjöldin í ógleymanlegri hringferð,“ skrifar Áslaug Arna með myndbandinu sem hefur slegið í gegn hjá netverjum.
Horfðu á það hér að neðan.