fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Megan Fox snýr aftur á Instagram og rýfur þögnina um framhjáhaldsskandalinn

Fókus
Mánudaginn 20. febrúar 2023 12:12

Megan Fox, Machine Gun Kelly og gítarleikarinn Sophie.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Megan Fox rýfur þögnina og segir að það sé ekkert til í kjaftasögunum um að unnusti hennar, tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly, hafi haldið framhjá henni.

Stjörnuparið byrjaði saman í maí 2020 og trúlofuðust í janúar 2022. Í síðustu viku greindu fjölmiðlar vestanhafs frá því að það væri vandræði í paradís hjá stjörnuparinu. Sá orðrómur var á kreiki að MGK, sem heitir réttu nafni Colson Baker, hafi haldið framhjá Megan Fox.

Slúðurmyllan fór á fullt og nánast sprakk þegar Megan Fox virtist staðfesta sambandsslitin og virtist einnig gefa í skyn að það hafi verið vegna framhjáhalds. Hún eyddi öllum myndum af honum út af Instagram-síðu sinni og svo síðunni sjálfri.

Sjá einnig: Gítarleikarinn í hringiðu framhjáhaldsskandalsins svarar fyrir sig

Stuttu seinna fór annar orðrómur á flug um að MGK hafi haldið framhjá með gítarleikara hljómsveitar sinnar, Sophie Lloyd.

Rýfur þögnina

Nú hefur leikkonan snúið aftur á Instagram og birti færslu í gærkvöldi þar sem hún sagði að það væri ekkert til í kjaftasögunum.

„Það hefur enginn þriðji aðili haft afskipti af okkar sambandi […] Þið verðið að leyfa þessum orðróm að deyja og láta allt þetta saklausa fólk í friði,“ sagði hún.

Skjáskot/Instagram

Paparazzi ljósmyndarar hafa elt þau á röndum undanfarna viku. Leikkonan hefur verið mynduð á ferð og flugi án trúlofunarhringsins. Einnig sást til þeirra koma úr hjónabandsráðgjöf í síðustu viku og virtust þau bæði, sérstaklega MGK, vera í miklu uppnámi. Samkvæmt BuzzFeed eiga þau erfitt með traust í sambandinu og það er að orsaka mikið af þeirra vandamálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram