Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis.is og Bylgjunnar, segir í tvíti farir sínar ekki sléttar.
Kolbeinn Tumi pantaði konudagsgjöfina handa sinni heittelskuðu, en þegar hann hugðist sækja hana var verslunin lokuð.
„Frekar glatað að panta konudagsgjöfina. Fá skilaboðin að hún sé tilbúin til afhendingar. Mæta á auglýstum opnunartíma á laugardegi downtown Reykjavík. Skellt í lás, enginn svarar í síma og engum skilaboðum svarað.“
Félagi Kolbeins er fljótur að sjá grínið og skrifar í athugasemd: „Mætti halda að þú værir All out of luck.“
Vísar hann þar til framlags Íslands í Eurovision árið 1999, sem Selma Björnsdóttir, söngkona með meiru, flutti með glæsibrag og skilaði Íslandi 2. sætinu. En Selma er kærasta Kolbeins Tuma.
Frekar glatað að panta konudagsgjöfina. Fá skilaboðin að hún sé tilbúin til afhendingar. Mæta á auglýstum opnunartíma á laugardegi downtown Reykjavík. Skellt í lás, enginn svarar í síma og engum skilaboðum svarað.
— Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) February 19, 2023