Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir, frétta- og dagskrárgerðarmaður á RÚV, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, eignuðust dóttur nú í vikunni.
Arnar Þór varð 32 í gær og birtir mynd af dótturinni þriggja daga gamalli á Instagram.
„Búinn að lifa í 32 ár í dag og vera faðir í rúma þrjá sólarhringa. Óendanlega þakklátur fyrir stelpurnar mínar og heilsu þeirra beggja. Sparigrísinn okkar var tæpar 15 merkur og 52 sentimetrar. Hún elskar að sofa, drekka mjólk og kúka. Allt eins og það á að vera.“
View this post on Instagram