Um er að ræða bjarta íbúð með nóg af fallegri birtu.
Á myndunum má sjá þó nokkur hljóðfærði og upptökugræjur. Tónlistarmaðurinn spurði fylgjendur sína á Instagram í byrjun árs hvort þeir vildu meiri tónlist frá honum, þannig hugsanlega er hann að vinna að nýrri tónlist í borg englanna.
Auður var einn helsti popptónlistarmaður þjóðarinnar þar til hann var ásakaður um kynferðisofbeldi árið 2021. Auður gaf út yfirlýsingu á sínum tíma og viðurkenndi að hafa farið yfir mörk. Hann hefur síðan þá stigið fram í viðtali, bæði við DV og Stöð 2, og rætt um ásakanirnar og sjálfsvinnuna sem hann gerði í kjölfarið.
Hann sneri aftur í tónlistarsenuna í fyrra og gaf út lag með Bubba Morthens. Samstarfið var harðlega gagnrýnt og var lagið lítið sem ekkert spilað á Rás 2.
Auður ákvað að leggja land undir fót og freista gæfunnar í sólinni í Kaliforníu.
View this post on Instagram