Á umræddri mynd situr Kendall á hækjum sér en netverjum fannst lengd handar hennar benda til þess að fyrirsætan hafi átt við myndina í Photoshop.
Málið vakti það mikla athygli að vinkona Kendall, fyrirsætan Hailey Bieber, tjáði sig um það á Instagram.
Hún sagði að vinkona sín væri einfaldlega með mjög langar hendur.
„Hér má sjá þær í beinni,“ sagði Hailey Bieber og tók upp myndband af Kendall og höndum hennar.
Það er kannski ekki skrýtið að netverjum grunaði að myndvinnsluforrit hafi komið þarna við sögu, en Kardashian/Jenner systurnar eru þekktar fyrir að breyta myndunum sínum. Það hefur þó nokkrum sinnum vakið athygli þegar þær hafa gert alveg stórkostleg mistök í forritinu. Eins og þegar fótleggur Kourtney Kardashian var afar furðulegur, eða þegar kynningarmynd Kardashian-þáttanna var eitthvað furðuleg og þegar aðdáendur sökuðu Kylie Jenner um stórkostleg mistök.