Líkamsræktar áhrifavaldur er kominn í eins konar stríð gegn konum sem hafa deilt færslum á samfélagsmiðlum til að afhjúpa meint „líkamsræktarkríp“ eða karlmenn sem haga sér með óviðeigandi hætti í ræktinni gagnvart konum, oft með því að stara á þær á meðan þær æfa.
Joey Swoll hefur komið mörgum meintum krípum í ræktinni til varnar og beðið konur um að hætta að túlka allt á versta veg og láta saklausa karlmenn í ræktinni í friði.
„Það er mikill munur á því að stara á einhvern og að hreinlega gjóa augunum á einhvern,“ saðgi hann í einu myndbandinu sínu sem um 8 milljónir manns hafa horft á.
Jessica Fernandez er ein þeirra kvenna sem Joey hefur tekið fyrir og hún hefur beðist afsökunar á myndbandi sem hún deildi af meintu „líkamsræktarkrípi“ en hún hefur líka greint frá því að vegna þess að Joey hafi vakið athygli á myndbandi hennar hafi hún orðið fyrir miklu áreiti.
Önnur kona sem Joey hefur tekið fyrir hefur greint frá því að hún óttist jafnvel um öryggi sitt enda hafi hún fengið ótrúlega mikið af hatri yfir sig og hafi fólk jafnvel hvatt hana til að taka eigið líf. Konan, Nora Love, segir að jafnvel samstarfsmenn hennar og vinir hafi orðið fyrir áreitinu og hafi sumir þeirra eytt aðgangi sínum að samfélagsmiðlum. Nora sagðist óttast um öryggi sitt og glíma við ítrekuð kvíðaköst.
Joey Swoll tekur líka fyrir karlmenn í myndböndum sínum en út af þeirri athygli sem myndbönd hans, þar sem hann skammar konur fyrir að kalla karlmenn í ræktinni kríp, hafa fengið hefur sú umræða sprottið upp hvort að Joey sé ekki að kynda undir kvenfyrirlitningu á netinu.
@thejoeyswollWomen are harassed in gyms and it needs to stop, but you are not one of them. An act of kindness or a glance does not make you a victim.♬ original sound – Joey Swoll
Ein kona skrifar á Twitter: „Joey Swoll er búinn að búa til öruggt rými fyrir karla sem haldnir eru kvenfyrirlitningu til að geta gert lítið úr reynslu kvenna sem líður óþægilega í ræktinni“
Önnur skrifað: „Guð minn góður ég þoli ekki Joey Swoll, sá maður hefur skaðað raunveruleika og reynslu kvenna sem ferða fyrir kvenfyrirlitningu í almannarými“
Enn einn skrifar: „Hvort sem honum líkar betur eða verr þá er Joey Swoll að leggja sitt af mörkum í þeirri fyrirlitningu sem konur verða fyrir í ræktinni þessa daganna.“
Þessi sjónarmið birst skýrt í þeim karlmönnum sem hafa notað myndbönd frá Joey Swoll til að réttlæta óþægilega hegðun í ræktinni. Hafa þeir bent konum á að vilji þær ekki láta stara á sig ættu þær kannski að endurhugsa hverju þær klæðast í ræktinni og að það sé klárt mál að konur séu að biðja um athygli þegar þær taka upp myndbönd af sér í ræktinni.
Bent hefur verið á að Joey sé að grafa undan reynslu kvenna sem lýsa því hvernig þær upplifi sig óöruggar á stöðum eins og í ræktinni.
Áðurnefnd Nora Love sagði í samtali við Insider að hún hafi upprunalega ekki verið viss hvort hún ætti að deila myndbandinu af meintu „krípi“ í ræktinni. Henni hafi liðið óþægilega þegar hún sá mann stara á ljóshærða konu í um 25 mínútur og ákveðið að deila myndbandinu með fylgjendum sínum sem eru um 2 þúsund talsins. Hún hafi ekki búist við að myndbandið fengi jafn mikla athygli og það gerði eftir að Joey tók það fyrir.
„Hann deildi myndbandi mínu á sínum vettvangi með falskri yfirskrift og gerði mig að vonda karlinum eins og ég hafi verið að vera dónaleg eða grimm eða að áreita gamlan mann sem var bara að hugsa um sjálfan sig í ræktinni. Sem er ekki það sem var að gerast.“
Hún hafi reynt að skýra mál sitt út í öðru myndbandi en fjöldi fólks hafi tilkynnt myndbandið svo það fór úr birtingu. Að lokum hafi hún orðið fyrir svo miklu áreiti að hún eyddi öllum samfélagsmiðla aðgöngum sínu, þar með talið á TikTok, Instagram, Facebook, LinkedIn og jafnvel Pintrest.
Hún hafi jafnvel fengið símtöl og hafi ókunnugur komið í stúdíó þar sem hún hafi eitt sinn tekið upp hlaðvarp og beðið um að fá að tala við hana. Raunveruleiki hennar hafi orðið að „helvíti á jörðu“.
@thejoeyswollYou never know someone’s story or what they’re going through. Stop this.♬ original sound – Joey Swoll
Þegar Insider hafði samband við Joey benti hann á færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann ritaði:
„Ég hef undanfarin ár búið til vettvang til að gera eitthvað sem ég hef verið að gera allt mitt líf. Að ýta undir jákvæða reynslu í ræktinni fyrir alla. Stundum þýðir það að benda á góðverk og stundum þýðir það að benda á frekar eitraða hegðun.“
Hann segir allar færslur hans miða að því að hvetja aðra til að gera betur. Nú sé þó verið að nota skilaboð hans til að koma einhverju á framfæri sem hann styður ekki og bendir hann á að hann birti myndbönd bæði um framkomu kvenna sem og karlmanna svo kyn hafi ekkert með færslur hans að gera.
I’ve spent the last couple years creating a platform to do something I’ve been doing all my life – promote a positive gym experience for all. Sometimes that means highlighting great deeds, and sometimes it means bringing to light toxic behavior. But no matter the subject of the… https://t.co/vUh1ekQSM4 pic.twitter.com/jx5mOgF0tA
— Joey Swoll (@TheJoeySwoll) February 9, 2023