Stórstjarnan Rihanna kom fram í hálfleik Ofurskálarinnar á sunnudaginn. Þetta voru fyrstu tónleikar hennar í fimm ár og gerði hún sér lítið fyrir og frumsýndi óléttukúluna. Þetta er annað barn hennar og rapparans A$AP Rocky. Þau eignuðust barn í maí í fyrra.
Það er gríðarleg vinna sem fer í svona atriði en Rihanna fékk ekki krónu.
E! News útskýrir af hverju en í viðtali við Forbes árið 2016 sagði talsmaður NFL-deildarinnar, Johanna Hunter, að listamenn fá aldrei borgað fyrir sýningarnar í hálfleik. „Við sjáum um allan framleiðslukostnað,“ sagði hún.
Rihanna sló í gegn á sunnudaginn og söng nokkur af sínum vinsælustu lögum, eins og „Diamonds“, „Umbrella“ og „Pour It Up“.