fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Nýr framhjáhaldsskandall skekur Hollywood – Vandræði í paradís hjá Megan Fox og MGK

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 09:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna daga hefur orðrómur verið á kreiki um að leikkonan Megan Fox og tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly séu hætt saman.

Slúðurmyllan fór á fullt og nánast sprakk þegar Megan Fox virtist staðfesta sambandsslitin og að unnustinn hafi haldið framhjá henni.

Þetta byrjaði á því að leikkonan birti torræða færslu á Instagram á sunnudaginn. Með færslunni skrifaði hún texta úr laginu „Pray You Catch Me“ eftir Beyoncé, en lagið er frægt fyrir að fjalla um framhjáhald eiginmanns hennar, rapparans Jay-Z.

„You can taste the dishonesty. It‘s all over your breath,“ skrifaði Megan Fox.

Hún birti einnig mynd af sér með dularfullum karlmanni og að brenna bréf í varðeldi.

Við færsluna skrifaði einn fylgjandi athugasemd þar sem hann velti fyrir sér hvort tónlistarmaðurinn hafi „sofið hjá Sophie.“ Sophie er gítarleikari í hljómsveit MGK.

Leikkonan hvorki staðfesti né neitaði og sagði einfaldlega: „Kannski svaf ég hjá Sophie.“

Megan Fox hætti einnig að fylgja MGK, sem heitir réttu nafni Colson Baker, á Instagram og byrjaði að fylgja Eminem. En lengi hefur andað köldu milli MGK og rapparans.

Hún eyddi síðan Instagram-síðu sinni stuttu seinna.

Stjörnuparið byrjaði saman í maí 2020 og trúlofuðust í janúar 2022. Nú bíða aðdáendur eftir að þau staðfesti sambandsslitin formlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“