Margrét Erla Maack og Tómas Steindórsson eru hætt saman. Parið á eina dóttur, fædd í október 2019, en þau höfðu verið saman í yfir sex ár.
Margrét starfar sem fréttakona á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, skemmtikraftur, veislustjóri og danskennari í Kramhúsinu. Margrét er einnig Burlesque-drottning landsins og heldur reglulega námskeið og sýningar sem eru vinsæl og vekja athygli.
Tómas starfar sem útvarpsmaður á X977 og stjórnar þar þáttunum Tommi Steindórs og Boltinn lýgur ekki.
Margrét var í forsíðuviðtali DV í maí 2019 þá ófrísk af dótturinni, þar sagði hún meðal annars frá fyrstu kynnum þeirra Tómasar.
Frétt um sambandsslitin birtist á visir.is í morgun og segir Margrét í samtali við DV að hvorugt þeirra hafi verið spurt áður en fréttin birtist. Í færslu sem hún birti fyrir stuttu á Facebook skrifar hún:
„Ógeðslegt og smekklaust. Hvorugt okkar beðið um leyfi og auglýsingar seldar í kringum sambandsslitin. Við erum ekki einu sinni búin að útskýra málið til hlítar fyrir þriggja ára dóttur okkar. Tómas farðu nú og taktu í lurginn á samstarfsmönnum þínum. Smartland bíður amk með svona fréttir þar til sambúð hefur verið slitið í þjóðskrá. Ég er bara fegin að eiga ekki lesandi barn á Séð&heyrt tímanum, “ skrifar Margrét og endar á jákvæðan hátt eftir hennar höfði:
„P.S. Léttara hjal: Í hverju á nýskilin kona að vera í í Gísla Marteini í kvöld?“
Margrét Erla kynntist kærastanum á Tinder – Eiga nú von á barni: „Við ákváðum strax að byrja saman“