Leikkonan Melanie Lynskey hefur hlotið lof fyrir hlutverk sitt í gífurlega vinsælu þáttum Last of Us þar sem hún leikur leiðtoga andspyrnuhreyfingar í Kansas.
Almennt þykir vel hafa tekist að færa sögu leiksins yfir í sjónvarpsþáttaform og bíður fólk nú með öndina í hálsinum eftir næsta þætti, enda fátítt á þessum tímum að fólk þurfi að bíða líkt og línuleg dagskrá sé enn við lýði.
Melanie hefur vakið mikla athygli fyrir hlutverk sitt í þáttunum en áður hafði hún helst verið þekkt fyrir hlutverk eltihrellsins Rose í þáttunum Two and a half man.
Fyrirsætan Adrianne Curry, sem var eitt sinn sigurvegari America’s next top model, var þó ekki ánægð með að Melanie hafi verið ráðin í þetta hlutverk. Hún skrifaði tíst, sem hún reyndar eyddi síðan, þar sem hún sagði:
„Líkaminn hennar bendir til lúxuslífs en ekki líf stríðsherra á tímum heimsenda. Hvar er Linda Hamilton [sem lék í Terminator] þegar þú þarft hana?“
Melanie var fljót að svara fyrir sig.
„Ég á að vera KLÁR fröken, ég þarf ekki að vera vöðvastælt. Til þess eru skósveinarnir.“
Hún hélt svo áfram:
„Ég var spennt að fá að leika konu sem hafði, á örvæntingarfullum og harmþrungnum tímu, stokkið inn í hlutverk sem hún hafði aldrei séð fyrir sér að gegna og enginn hafði heldur séð það fyrir sér, og að hún hafi svo í alvörunni náð að koma hlutum í gegn.
Ég vildi að hún liti út fyrir að vera alltaf með skrifblokk á sér á öllum tímum. Ég vildi að hún væri kvenleg, með mjúka rödd og allt þetta sem okkur hefur verið sagt að einkenni „aumt“ fólk. Því í alvörunni – til fjandans með það.
Ég skil að sumir séu óánægðir með að ég sé ekki með þetta týpíska útlit í svona hlutverk. Það finnst mér spennandi. Fyrir utan stundina eftir að tökur eru settar í gang þegar manni finnst maður vera í líkama einhvers annars, þá er þetta mest spennandi hlutinn af starfi mínu – að ganga fram úr vonum fólks.“
I was excited at the idea of playing a woman who had, in a desperate and tragic time, jumped into a role she had never planned on having and nobody else had planned on her having, and then she actually got shit done
— Melanie Lynskey (@melanielynskey) February 8, 2023
Þetta minnir óneitanlega á annað tilvik sem átti sér stað fyrir þó nokkrum árum þegar leikarinn John Bradley var smánaður fyrir útlit sitt í þáttunum Game of Thrones. Þótti einhverjum aðdáendum ótrúverðugt að persónan sem John lék, sem var á stöðugri ferð, gæti verið feit. John svaraði því til að það væri undarlegt að þættir sem fjalla um galdra, dreka og annað úr ævintýraheiminum, þá sé það þyngdin hans sem fólk ætti erfitt með að trúa.
Maður gæti bent á það sama með Melanie. Í þáttum sem snúast um heim þar sem uppvakningar hafa tekið yfir allt, þá sé það ótrúverðuga við þættina að leiðtogi andspyrnuhreyfingar sé ekki vöðvafjall.