Parið Ástrós Traustadóttir, dansari, og Adam Karl Helgason, hafa eignast stúlku. Stúlkan sem er þeirra fyrsta barn saman fæddist 4. febrúar, en Adam á dóttur frá fyrra sambandi. Parið hefur verið saman í tvö ár.
View this post on Instagram
Ástrós vakti athygli sem atvinnudansari í þáttaröð Allir geta dansað. Hún er jafnframt einn meðlima LXS áhrifavaldahópsins og í einum þætti samnefndra sjónvarpsþátta á Stöð 2 tilkynnti hún vinkonum sínum að hún væri barnshafandi.