fbpx
Sunnudagur 28.maí 2023
Fókus

Óskuðu eftir góðum ráðum til að spara í matarinnkaupum – Ekki stóð á svörunum

Fókus
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðhækkanir á matvöru og öðrum nauðsynjum hafa líklega ekki farið framhjá mörgum og eru því líklega margir farnir að huga að því að finna leiðir til að skera niður útgjöld.

Ungt par leitaði á náðir Sparnaðar tips, sem er hópur á Facebook þar sem fólk deilir góðum sparnaðarleiðum og fær ráðleggingar frá öðrum.

Unga parið tók fram að nú væru þau með lítið barn og bara annað þeirra í fullri vinnu og væri kostnaður vegna matarinnkaupa á mánuði sem stendur eitthvað í kringum 100-120 þúsund krónur. Óskaði parið ráða um hvernig hægt væri að spara og ekki stóð á svörum.

Hér eru tekin saman nokkur góð ráð sem parinu bárust, en líklega geta fleiri nýtt sér ráðin. Fyrir þá sem vilja frekari sparnaðarráð þá er um að gera að ganga í áðurnefndan hóp sem má finna hér.

Nokkur góð ráð: 

  • Nota allt grænmeti sem er farið að sjá á í súpur. Hægt er að gera súpuna matarmeiri með því að brytja grænmetið frekar gróft fremur en að mauka.
  • Að baka brauð heima er fundið fé og kannski ekki vitlaust að leggja út fyrir brauðvél eða góðri hrærivél því það getur borgað sig á endanum.
  • Elda allt frá grunni og nýta afganga
  • Kaupa heila kjúklinga og hluta sjálf niður og frysta.
  • Kalkúnahakk er ódýrt og hægt að nýta í allskonar rétti. Eins folaldahakk.
  • Betra að kaupa kjöt og fisk frosið, ekki verra að eiga mikið til í frystinum.
  • Hægt er að kaupa kjöt beint af bónda og þá í miklu magni sem er hægt að frysta. Til dæmis lambaskrokka og folöld.
  • Að sama bragði er hægt að kaupa fisk beint frá sjómönnum og getur það sparað nokkurn pening.
  • Veiða fiskinn sjálfur
  • Týna bláber á haustin og skipta niður á poka í frystinn fyrir þeytinga og annað.
  • Setja grænmetisafskurð í sérstakt box í frystinum og nýta í súpu.
  • Drýgja hakk með baunum.
  • Skipuleggja matinn þannig ekkert fari til spillis. Svo sem ef hálf paprika er nýtt í rétt að gæta þess þá að nýta hinn helminginn fljótlega.
  • Skera skinku og pepperoni í litla bita ofan á pizzu því þá notar maður minna.
  • Varðandi barnavörur á borð við ömmustóla og göngugrindur þá er hægt að kaupa það notað og selja svo aftur þegar hætt að nota. Þetta geti skapað hringrásarkerfi sem kemur sér veskinu vel.
  • Ef ætlunin er að gera sér dagamun og fara út að borða þá séu símafyrirtæki oft með 2f1 tilboð í hádeginu, jafnvel á kvöldin sem er sniðugt að nýta
  • Nota excel skjal eða matarplan.is til að skipuleggja vikuinnkaupin og matseðil vikunnar.
  • Borða meira af kjúklingabaunum og linsubaunum enda stútfullt af trefjum og próteini og mikið ódýrara en kjöt.
  • Nokkrir nefndu sérstaklega síður á borð við Reko Reykjavík, B. Jensen og Matland.is.
  • Á bland.is hefur stundum verið hægt að kaupa fisk.
  • Hægt er að fara í Nettó og kaupa kjötvöru á síðasta séns þar á 50 afslætti.
  • Gera barnamauk frá grunni.
  • Ef fólk hefur aðstöðu þá halda sínar eigin hænur.

Ert þú lesandi góður með fleiri hugmyndir að leiðum til að spara í matarinnkaupum? Endilega deildu þeim hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti eftir niðurlægjandi kröfu leikstjóra

Hætti eftir niðurlægjandi kröfu leikstjóra
Fókus
Í gær

Berglind Festival með eigin þátt: Vikulok með Berglindi

Berglind Festival með eigin þátt: Vikulok með Berglindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpaði nafn sonarins eftir níu mánuði

Afhjúpaði nafn sonarins eftir níu mánuði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurstjarnan Tina Turner fallin frá – Lét aldrei fátækt, kynþáttafordóma, kvenfyrirlitningu, sjúkdóma né ofbeldi stöðva sig

Ofurstjarnan Tina Turner fallin frá – Lét aldrei fátækt, kynþáttafordóma, kvenfyrirlitningu, sjúkdóma né ofbeldi stöðva sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sögulegar sættir innan seilingar? Britney hitti loks mömmu sína aftur

Sögulegar sættir innan seilingar? Britney hitti loks mömmu sína aftur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tuttugu og sex börn, á aldrinum fimm til fjórtán ára, voru grafin lifandi í sextán klukkustundir

Tuttugu og sex börn, á aldrinum fimm til fjórtán ára, voru grafin lifandi í sextán klukkustundir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir vinsælt heilsuátak vera blekkingu

Segir vinsælt heilsuátak vera blekkingu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sólrún Diego, Lína Birgitta og Gurrý blanda sér í verkfallsumræðuna – „Er þetta flókið eða?“

Sólrún Diego, Lína Birgitta og Gurrý blanda sér í verkfallsumræðuna – „Er þetta flókið eða?“