fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Einar fagnar 25 ára höfundarafmæli – „Held að vinum mínum hlakki mikið til að hlusta á mig syngja Nylon lögin“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Bárðarson ætlar að fagna því núna um mánaðamótin að 25 ár eru liðin frá því að lagið Farin með Skítamóral var frumflutt, á skírdag árið 1998.  „The rest is history,“segir Einar. Lagið skaust á topp íslenska listans í júní það ár og sat þar í þrjár vikur. Í framhaldi af því samdi Einar fleiri lög fyrir Skítamóral og  einnig lög fyrir hljómsveitina Á móti sól. Síðan bættust við Eurovisionlag, lög fyrir Stjórnina, Jóhönnu Guðrúnu og Björgvin Halldórsson svo aðeins nokkur séu nefnd.

Fyrirferðarmikill lagahöfundur um aldamótin

Þá stóð Einar á bak við stofnun Nylon flokksins sem sló eftirminnilega í gegn árið 2004 og á hann mikið af lögunum á fyrstu plötunum þeirra, bæði einn og í samvinnu við Friðrik Karlsson lagahöfund, gítarleikara og framleiðanda. Þá er hægt að finna lög eftir Einar í flutningi Garðars Thórs Cortes, Ingó veðurguðs, Lízu Einarsdóttur og Hvanndalsbræðra sem nokkrir séu upptaldir.

Þrír tónleikar og nánast uppselt á Selfossi

Einar ætlar að fagna þessum áfanga með þremur lágstemmdum kvöldstundum, á Sviðinu á Selfossi föstudaginn 24. febrúar, Græna hattinum föstudaginn 3. mars og á Sjálandi í Garðabæ fimmtudagskvöldið 9. mars. Það eru aðeins örfáir miðar eftir á Sviðinu á Selfossi en ennþá eru til miðar á Akureyri og í Garðabæ. 

Fagnar með vinum sínum

Með Einari verða vinir hans og samstarfsmenn til áratuga, þeir Gunnar Ólason og Magni Ásgeirsson. Saman hafa þeir tveir sungið mest spiluðu lög Einars frá upphafi, lög sem eru með um og yfir milljón spilanir á Spotify. Það eru lögin Farin og Myndir með Skítamóral og Spenntur og Allt með Á móti Sól. Ég hlakka mikið til, mér þykir líka vænt um að strákarnir gefi sér tíma til að koma og gera þetta með mér. Ég held að lagalistinn sé eitthvað um átján lög, segir Einar þegar hann er spurður út í kvöldið.  

Syngur Nylon lögin með sínu nefi

Ég lofa fólki sem á annað borð hefur gaman af lögunum mínum að það verður mjög gaman. Sögurnar á bak við lögin fá smá svigrúm en þvælast ekki fyrir lögunum,bætir Einar við. „Það getur vel verið að óvæntir gestir kíki til okkar en það er best að lofa sem minnstu. En ég held að vinum mínum hlakki mikið til að hlusta á mig syngja Nylon lögin. Friðgeir vinur minn hefur verið að bíða eftir því í sex ár að ég syngi Nylon lagið Fimm á richter.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone