fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Rakel Dís og 346 krútt að auki fengu körfu að gjöf

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 19:00

Eitt af krúttunum 347 sem fæddust í Hafnarfirði á árinu 2022. Rakel Dís Steinsdóttir sem fæddist í upphafi árs 2022.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með 1. janúar 2022 hafa allir nýfæddir Hafnfirðingar fengið heimsendar hamingjuóskir og kort frá heimabænum um að þeirra bíði táknræn gjöf, svokölluð krúttkarfa, á barnadeildinni á Bókasafni Hafnarfjarðar. Framtakinu hefur verið vel tekið, 347 kort hafa verið send út og stór hluti foreldra sótt gjöfina. Gjöfin er liður í því að efla Hafnarfjörð enn frekar sem fjölskylduvænt samfélag með fallegri gjöf og upplýsingum um þá þjónustu sem fjölskyldunni allri stendur til boða innan bæjarmarkanna.

Ákvörðun um innihald byggt á notagildi, kynhlutleysi og umhverfissjónarmiðum

Krúttkarfan inniheldur fatnað fyrir barnið, krúttbangsa og tvær bækur, þar sem önnur er hugsuð fyrir foreldrana og hin til lestrar fyrir barnið. Um er að ræða heilgalla, húfu, sokka og smekk sem ber áletrunina Halló Hafnarfjörður. Ákvörðun um fatnað byggði á notagildi, kynhlutleysi og umhverfissjónarmiðum og er endurskoðuð í lok árs um leið í takti við tækifæri og tíðaranda. Barnadeildin á Bókasafni Hafnarfjarðar þótti svo fullkominn staður til afhendingar á gjöf enda býður bókasafnið upp á góða aðstöðu fyrir lestur, fræðslu, slökun, spjall og samveru fyrir nýbakaða foreldra og alla aldurshópa. Á póstkortinu er jafnframt QR kóði sem leiðir foreldra inn á sérstaka upplýsingasíðu á vef bæjarins með upplýsingum á bæði íslensku og ensku um þá þjónustu og möguleika sem standa börnum og fjölskyldum til boða í Hafnarfirði. Upplýsingar um söfn bæjarins, gönguleiðir, leikvelli, áhugaverða staði í Hafnarfirði, dagforeldra, leikskóla, viðburði og fleira gagnlegt enda Hafnarfjörður hafsjór möguleika til heilsueflingar, upplifunar og skemmtunar fyrir alla aldurshópa.

Nokkrar starfsstöðvar Hafnarfjarðarbæjar koma að framkvæmd krúttkörfunnar. Þar spila Geitungarnir stærsta hlutverkið. Hér með fulltrúa frá þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar og bókasafni.

Framtak sem kallar á gott flæði og samstarf

Geitungarnir, nýsköpunar- og starfsþjálfun fyrir fólk með fötlun, spila stórt hlutverk í framkvæmd krúttkörfunnar. Geitungarnir taka á móti innihaldi gjafar, sjá um pökkun í gjafakassa og afhendingu á gjöfunum til bókasafnsins þar sem starfsfólk Bókasafnsins tekur við og annast afhendinguna til foreldra. Mánaðarlega keyrir svo þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar út lista með nýfæddum Hafnfirðingum, póstleggur kort og kemur að vinnslu kynningarefnis, innkaupum og öðrum ákvörðunum í samstarfi við fjölskyldu- og barnamálasvið og þjónustu- og þróunarsvið bæjarins. Krúttkarfan kallar þannig á gott flæði og samstarf á milli a.m.k. fimm starfsstöðva innan bæjarins og hefur ekki bara glatt nýbakaða foreldra heldur einnig skapað Geitungunum aukið tækifæri til atvinnu og fjölbreyttra verkefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Í gær

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka