Hún sýndi brúnkufarið í Story á Instagram á nærbuxunum einum klæða og þakkaði brúnkukremi fyrir afraksturinn.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem söngkonan birtir mynd sem kveikir í samfélagsmiðlum en í október í fyrra birti hún myndskeið úr baði.
Svo má ekki gleyma vinkonumyndatökunni sem hún fór í ásamt söngkonunni Svölu Björgvinsdóttur, en þær myndir gerðu allt vitlaust á sínum tíma. Eða þegar hún klæddist hún kjól sem var keimlíkur heimsfræga kjól Megan Fox.