T.J. Holmes og Amy Robach, tvær skærustu sjónvarpsstjörnur ABC, hafa stýrt saman þriðja tímanum í vinsæla morgunþættinum Good Morning America um árabil.
Í byrjun desember í fyrra komst upp um ástarsamband þeirra en þau hafa bæði verið gift síðan 2010. Þau fóru frá mökunum sínum í ágúst samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs og hófu formlegt – en leynilegt – samband.
Breski fjölmiðillinn Daily Mail afhjúpaði samband þeirra og birti fjölda paparazzi ljósmynda af parinu, meðal annars þar sem hann klappar henni á rassinn en sú mynd var tekin fyrr í nóvember. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá.
Holmes og Robach hafa verið í hringiðu skandalsins í tvo mánuði. Netverjar hafa grandskoðað samfélagsmiðla þeirra, fundið gamlar færslur og myndir. Fjölmiðlar hafa rýnt í fyrri sambönd þeirra og sambönd við gamla samstarfsmenn, það hefur meðal annars komið fram að Holmes átti í sambandi með 24 ára samstarfskonu árið 2015, sem leit á hann sem leiðbeinanda. Það hefur einnig verið opinberað að hann átti í öðru ástarsambandi með giftum framleiðanda þáttanna frá 2016 til 2019.
Sjónvarpsstjörnunum var sagt upp á föstudaginn frá ABC, þrátt fyrir að samband þeirra brýtur engar reglur þar sem þau eru jafningjar í starfi. Þau hafa gefið til kynna að þau munu að hefja málsókn gegn ABC ef þau yrðu rekin en hafa ekki tjáð sig opinberlega um málið að svo stöddu.
Vulture fer ítarlega yfir tímalínu sambands þeirra og skandalsins.