Sandra Sigurðardóttir, formaður bæjarráðs í Hveragerði, og Heimir Eyvindarson, hljómborðsleikari Á móti sól, selja glæsilega einbýlishúsið við Dynskóga í Hveragerði.
Heimir stofnaði vinsælu poppsveitina Á móti sól árið 1995 með Þóri Gunnarssyni. Hljómsveitin hefur gefið út fjölda slagara í gegnum árin og er enn starfandi. Heimir er einnig kennari við Grunnskólann í Hveragerði og bauð sig fram til formanns Kennarasambands Íslands árið 2021.
Um er að ræða 204,7 fermetra eign á fallegum stað við Hamarinn, sannkölluð útivistaparadís með fjölmörgum göngu og hjólaleiðum.
Það eru fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús, eldhús, stofa og sjónvarshol í húsinu, ásamt 35 fermetra bílskúr.
Skjólgóð timburverönd er fyrir aftan húsið og þar er einnig heitur og kaldur pottur.
Þú getur lesið nánar um eignina og skoðað fleiri myndir á fasteignavef DV.