Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarpskona skartar nýrri hárgreiðslu, krullum að hætti 80´s tímabilsins, á myndum sem hún birti á Instagram í gær.
Ragnhildur Steinunn er vön að vera með slegið slétt hár og því er nýi hárstíllinn aldeilis breyting. „Hár-flipp fyrir lengra komna“ skrifar hún við myndina og taggar Baldur Kristjánsson ljósmyndara. Í Story bíður hún fylgjendum sínum að kjósa um krullurnar með því að velja annað hvort „Love it!“ eða „Alls ekki!“
View this post on Instagram
Ætla má að hárstíllinn sé hluti af atriði fyrir sjónvarpsþátt RÚV næsta laugardagskvöld þar sem lögin tíu sem keppa munu í Söngvakeppninni í ár verða afhjúpuð.