Buxurnar eru opnar yfir rass og læri, þannig aðilinn sem klæðist þeim verður með afturendann beran. Einnig hefur vakið athygli að fyrirsætan sem klæðist buxunum í auglýsingunni er einnig í hælaskóm, en mörgum þykir einkennilegt að íþróttabuxur séu auglýstar með þessum hætti.
Buxurnar eru afrakstur samstarfs Fabletics og söngkonunnar Lizzo, undir vörumerkinu Yitty.
Söngkonan birti myndband af sér á samfélagsmiðlum þar sem hún klæðist buxunum og dansar.
View this post on Instagram
Netverjar hafa haft nóg um buxurnar að segja og gera grín að því að buxurnar áttu upphaflega að kosta um 15 þúsund krónur en kosta nú tæplega þrjú þúsund krónur.
I can’t believe these are so reduced! I’m going to look so great on the treadmill pic.twitter.com/8JTjpFHBxC
— Lucy Vine (@Lecv) January 23, 2023