fbpx
Þriðjudagur 28.mars 2023
Fókus

Lína Birgitta og Gurrý láta allt flakka um kynlíf – „Ég tek með alls konar tæki og tól“

Fókus
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 12:29

Lína Birgitta og Gurrý. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkonurnar Lína Birgitta Sigurðardóttir, athafnakona og áhrifavaldur, og Gurrý Jónsdóttir, snyrtifræðingur og áhrifavaldur, ræða hreinskilið og hispurslaust um kynlíf og ýmislegu því tengdu í nýjasta þætti hlaðvarpsins Spjallið.

Þær fara um víðan völl í þættinum og svara spurningum hlustenda, sem margar hverjar snúa að kynlífi.

„Ég held við þurfum að skíra þennan þátt 18 plús,“ segir Gurrý á einum tímapunkti.

Lína og Gurrý eru báðar í samböndum með þekktum karlmönnum. Lína er trúlofuð stjörnukírópraktornum og áhrifavaldinum Guðmundi Birki Pálmasyni, betur þekktur sem Gummi Kíró. Gurrý er í sambandi með plötusnúðnum og einkaþjálfaranum Agli „Gillz“ Einarssyni og eiga þau saman tvö börn.

Kveikt eða slökkt ljós?

Þátturinn ber yfirskriftina: „Ertu með kveikt eða slökkt ljósin?“ og ræða þær einmitt það.

„Kveikt,“ segir Gurrý strax og hneykslar Línu. „Ég vil sjá, Lína!“

Lína útskýrir síðan hvernig birtu hún vill hafa, svona „kósý stemningu.“

Hettupeysa er málið

Lína spyr Gurrý hvort hún sé „með turn-on“ og svarar Gurrý játandi og segir þau vera tvö og nefnir eitt þeirra.

„Hettupeysa, á manninum mínum. Það er eitthvað við hettupeysu, veit ekki hvað það er. Maðurinn minn er alltaf í hettupeysum,“ segir Gurrý.

Ferðast með kynlífstæki

Þær ræða einnig um hvaða kynlífstæki þær ferðast með erlendis.

„Ég tek allskonar tæki og tól […] Ég tek alltaf alveg fullt með. Maður er að taka með þetta helsta,“ segir Gurrý og viðurkennir að það sé sér taska undir tækin.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by G U M M I – K Í R Ó (@gummikiro)

Tónlist eða ekki?

Þegar kemur að því að hafa tónlist eru skiptar skoðanir. Þær segja það misjafnt eftir aðstæðum hverju sinni en Lína viðurkennir að stundum truflar tónlistina hana, eins og ef leiðinlegt eða skrýtið lag kemur sem tekur hana úr gírnum.

„Segjum það komi upp eitthvað lag [þegar þú ert að ná hámarki] sem þú þolir ekki, eða það minnir þig á [eitthvað úr æsku]. Það getur komið alls konar upp, sérstaklega þegar það kemur lag sem þú þolir ekki og þú dettur í tónlistina og dettur úr núinu, mér finnst það ekki næs,“ segir hún.

Hlustaðu á þáttinn hér að neðan.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Að baki brosinu – Hvað vitum við um eiginkonu einræðisherra Norður-Kóreu, Ri Sol-ju?

Að baki brosinu – Hvað vitum við um eiginkonu einræðisherra Norður-Kóreu, Ri Sol-ju?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gátan um Cindy sem var ofsótt af eltihrelli í sjö ár og dó hræðilegum dauðdaga – En hvað var satt og hverju var logið?

Gátan um Cindy sem var ofsótt af eltihrelli í sjö ár og dó hræðilegum dauðdaga – En hvað var satt og hverju var logið?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gwyneth Paltrow fyrir dóm vegna skíðaslyss – Dómari neitaði óvenjulegri beiðni og lögmaður biðst afsökunar á því að vera rasshaus

Gwyneth Paltrow fyrir dóm vegna skíðaslyss – Dómari neitaði óvenjulegri beiðni og lögmaður biðst afsökunar á því að vera rasshaus
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hljómsveitin er í raun saumaklúbbur sem vatt upp á sig“

„Hljómsveitin er í raun saumaklúbbur sem vatt upp á sig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð

Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kósí stemning við Kvíslartungu

Kósí stemning við Kvíslartungu