fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Tígrisdýradrottningin segir að fyrrverandi maður hennar sé ekki tígrisdýrafóður heldur sprelllifandi – Og yfirvöld viti það vel

Fókus
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aktívistinn Carole Baskin hefur staðið í ströngu undanfarna tvo áratugi vegna þrálátra sögusagna um að hún hafi banað eiginmanni sínum, Don Lewis, en hann hvarf sporlaust árið 1997. Í sögusögnunum var því haldið fram að hún hefði banað honum og svo látið tígrisdýr, sem búa í athvarfi sem hún rekur, sjá um að láta lík hans hverfa.  Sérstaklega var athygli vakin á þessari kenningu þegar vinsælu þættirnir Tiger King komu fyrst út.

Carole hélt því þó fram í viðtali árið 2021 að maðurinn hennar fyrrverandi sé enn á lífi og lifi í góðu yfirlæti í Costa Rica. 

Þessi kenning fékk byr undir báða vænti í annarri þáttaröð þáttanna um Tígrisdýrakónginn. En þar sýndu framleiðendur þáttanna skjöl sem áttu að hafa komið frá bandaríska heimavarnarráðuneytinu. Í þeim var talað um staðsetningu Dons í Costa Rica. Hins vegar er ekki alveg víst hvort að skjöl þessi hafi verið ófölsuð.

Carole viðraði þó þessa kenningu í viðtali við This Morning árið 2021. Þar sagðist hún trúa því að heimavarnarráðuneytið hefði verið í samskiptum við Don. „Þau segja að eiginmaður minn, Don Lewis, sé lifandi og í góðu yfirlæti á Costa Rica. Og samt hefur allt þetta drama verið í kringum að ég hafi eitthvað haft að gera með hvarf hans, á meðan heimavarnarráðuneytið vissi allan tímann hvar hann væri.“

Carole sagði í yfirlýsingu til People nú nýlega: „Ég hef minnst á þetta í meira en 60. viðtölum sem ég hef farið í síðan þá, þar sem blaðamenn spyrja um Don, svo ég er frekar hissa að fjölmiðlafólk sé að láta eins og þau séu ekki meðvituð um það. Ég vissi ekki um skjöl frá heimvarnarráðuneytinu um að Don væri lifandi og í góðu yfirlæti á Costa Rica fyrr en TigerKing2 kom út í nóvember 2021.“

Enn er opin rannsókn hjá lögreglu á hvarfi Don. Fógetinn í Hillsborough sagði við TMZ og New York Post að Don sé enn álitinn týndur. Embættið hafi engin gögn fengið frá heimavarnarráðuneytinu eða alríkislögreglunni sem staðfesti að Don sé fundinn.

Carole hefur gagnrýnt það hvernig fyrsta þáttaröð Tiger King fjallaði um hana. Hún sagði í samtali við People árið 2020:

„Ég er ekki þessi fégráðuga, gullgrafara, morðóða manneskja sem þau birtu þarna. Ég er manneskja sem mun ráðast gegn fólki sem fer illa með dýr. Ég gefst ekki upp. Ég stoppa ekki fyrr en ég finn, löglega leið, til að láta ofbeldið stoppa. Að því leytinu til birtu þau rétta mynd af mér. En af mér sem manneskju þá var þetta ekkert annað en algjört mannorðsmorð í engum öðrum tilgangi en að græða hvað þau gátu á því að selja þetta svo til Netflix.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“