fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Fyrrverandi kærasti nýju eiginkonu Kanye West rýfur þögnina

Fókus
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 14:29

Bianca og Kanye.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi kærasti nýju „eiginkonu“ Kanye West rýfur þögnina.

Kanye er sagður hafa gifst Biöncu Censori við leynilega athöfn í síðustu viku og bera þau bæði giftingahringa, en samkvæmt TMZ var athöfnin ekki löglega bindandi. Þau hafa hvorugt tjáð sig um málið.

Sjá einnig: Kim sögð hata nýju eiginkonu Kanye West

Bianca, 27 ára, er ástralskur arkitekt og byrjaði að starfa fyrir fyrirtæki Kanye, Yeezy, árið 2020.

Nick ræddi um Biöncu í útvarpsþættinum Nova FM‘s Fitzy & Wippa í gær. Hann vildi ekki gefa upp eftirnafn en sagði að þau hefðu verið saman í sex ár.

Hann sagði að gott sé á milli þeirra og að Bianca hafi alltaf verið „of stór“ fyrir Melbourne og þess vegna hafi hann ekki verið hissa þegar hún náði frægð og frama í Bandaríkjunum.

„Við vorum saman í sex ár og höfum þekkt hvort annað síðan við vorum unglingar,“ sagði hann.

Bianca Censori. Mynd/Instagram

„Við höfum gengið í gegnum margt saman. Við kynntumst árið 2007, þegar við vorum fjórtán ára gömul, og byrjuðum saman árið 2014.“

Leiðir þeirra skildu fyrir þremur árum. En á þeim tíma flutti Bianca frá Ástralíu til Los Angeles til að vinna fyrir Yeezy.

Nick sagði að Bianca hafi ekki verið mjög kunnug Kanye og fatamerki hans áður en hún byrjaði að vinna fyrir hann.

„Ég myndi ekki segja að hún hafi verið stærsti aðdáandi Kanye á þessum tíma, en ég á mjög fyndin myndbönd af henni dans við lagið „I Love It,““ sagði hann og vísaði í lag rapparans með Lil Pump.

Þrátt fyrir að hafa hætt saman í mars 2020 héldu þau sambandi og voru góðir vinir.

„Að sjálfsögðu styð ég þau. Ef Bianca er hamingjusöm með Kanye, þá er ég hamingjusamur fyrir hennar hönd. Hún hefur alltaf verið mjög stuðningsrík þegar kemur að mínum samböndum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Í gær

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka