fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Kim Kardashian sögð hata nýju eiginkonu Kanye West

Fókus
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 13:29

Kim Kardashian og Bianca.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Kanye West er sagður hafa gengið í það heilaga með hönnuðinum Biöncu Censori við leyniathöfn. Hvorugt þeirra hefur staðfest fréttirnar.

Nýbökuðu hjónin hafa þekkst um árabil. Hún byrjaði að vinna sem hönnuður fyrir Yeezy, fyrirtæki Kanye, árið 2020. Hún er 27 ára og frá Ástralíu.

Undanfarnar vikur hafa þau verið á flakki saman og á mánudaginn voru þau bæði með giftingarhringa á veitingastað í Beverly Hills. Samkvæmt erlendum miðlum voru þau að dást að hringunum sínum yfir matnum. TMZ greindi seinna frá því að umrædd athöfn hafi ekki verið löglega bindandi.

Nú greina fjölmiðlar vestanhafs frá því að kalt sé á milli fyrrverandi eiginkonu hans, raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, og Biöncu.

Heimildarmaður, sem er sagður nátengdur raunveruleikastjörnunni, sagði við Page Six: „Kim hatar hana. Hún er sæt og Kim hatar sætar stelpur.“

Eftir að „hjónaband“ Kanye komst í fréttirnar birti Kim nokkrar dulrænar færslur á Instagram, meðal annars eina þar sem stóð: „Ég er bara þögul þessa dagana, ég hef ekki mikið að segja. Bara mikið að gera.“

Það eru komnir tveir mánuðir síðan skilnaður Kim og Kanye fór í gegn. Hún sótti um skilnað í febrúar 2021 og var skilnaðarferlið ekki laust við dramatík.

Kanye hefur einnig valdið talsverðum usla undanfarið fyrir ummæli hans um Hitler, gyðinga og fyrir að klæðast „White Lives Matter“ bol. Fyrirtæki hafa slitið samstarfi við hann, einnig bankinn, JP Morgan, sem sá um fjármál hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram