Áheyrnarprufur standa nú yfir en þáttaröðin sem er í gangi núna er America‘s Got Talent: All Stars, sem þýðir að fyrrverandi keppendur fá að taka þátt. Vitoria tók þátt í þýsku útgáfunni af þættinum, Das Supertalent, árið 2021 og lenti í öðru sæti.
Vitoria er átján ára gömul, frá Brasilíu og fæddist án handleggja. Hún segir einstöku og hvetjandi sögu sína í þættinum, hvernig hún byrjaði að dansa sem barn og hvernig hún lætur ekkert koma í veg fyrir að hún nái draumum sínum.
Hún dansaði ballett og voru bæði áhorfendur og dómarar gjörsamlega gagntekin af henni.
Horfðu á atriðið hér að neðan, en myndbandið hefur slegið í gegn hjá netverjum og fengið yfir fimm milljónir áhorfa.