fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Konur deila því hvernig þær föttuðu að sambandið væri dauðadæmt

Fókus
Föstudaginn 13. janúar 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inn á bresku foreldra-spjallsíðunni Mumsnet, hafa konur verið að deila því hvernig þær áttuðu sig á því að sambönd þeirra væru dauðadæmd.

Umræðan hófst eftir að ónefnd kona deildi því að seinasta hálmstráið í hennar sambandi hafi verið þegar eiginmaður hennar hringdi ekki í hana til að athuga með hana eftir að vinnuveitandi hennar tilkynnti honum að hún hefði ekki mætt.

„Það hafði verið mjög vont veður fyrir jólin, snjór, slabb, vindur og mikil rigning. Ég átti bókaðan fund klukkan 09 í vinnunni og ég var 20 mínútum of sein (sem er ekki mikið en samt). Vinnan mín vissi ekki hvar ég væri og þau reyndi að hringja til að sjá hvort það væri í lagi með mig, þar sem manneskjan sem ég var að funda með var að bíða eftir mér. Þau hringdu óvart í nánasta aðstandanda, sem er verðandi fyrrverandi eiginmaður minn. Þau sögðu honum að þau hefðu hringt fyrir mistök, en þau væru að reyna að finna mig þar sem ég hefði ekki mætt.“ 

Hún mætti svo á fundinn og vinnuveitandi hennar greindi frá því að haft hefði verið samband við mann hennar og hún ætti kannski að heyra í honum. Hún gleymdi því svo þar til hún var komin heim og búin að borða kvöldmat. Þá hafi hún spurt mann hennar hvers vegna vinna hefði hringt.“

„Hann: „Ó ég gleymdi því. Þetta var eitthvað um að þú værir ekki mætt. 
Ég: „Já en hvers vegna reyndir þú ekki að ná í mig til að tryggja að ég væri í lagi, ég hefði getað lent í slysi?“ 
Hann: „Ég var upptekinn í vinnunni og þau sögðust ætla að reyna að ná í þig. 
Ég: „Ég veit, en hafðirðu engar áhyggjur? Hvað ef ég hefði lent í slysi, fengir þú þá ekki samviskubit? 
Hann: „Ég er viss um að lögreglan hefði haft samband ef þú hefðir lent í slysi“.“

Konan útskýrði að þetta hefði setið mikið í henni og að lokum leitt til þess að hún ákvað að fara frá manni sínum.

Þarna vissu þær að þetta væri búið

Þetta varð til þess að fleiri konur deildu því hvernig þær áttuðu sig á því að engin framtíð væri í þeirra samböndum.

„Einu sinni þegar eldra dóttir okkar var 10 mánaða kom upp neyðartilvik og við þurftum að fara með hana í rannsóknir á spítalann. Það var að snjóa og við gátum ekki losað bílinn svo við þurftum að labba í um það bil 40 mínútur til að komast þetta. Hann lét mig labba með stelpuna í burðarpokanum, með skiptitöskuna á bakinu, sjálfa í ökkladjúpum snjó þar em hann var að vinna og það væri ekki góð nýting á HANS tíma að koma með.“ 

„Fyrrverandi maður minn hafði ekki sagt meira en örfá orð við mig í þrjár vikur. Kvöld eitt þegar ég kláraði vinnuna mína sat ég í bílnum rétt hjá heimilinu okkar og var að safna hugrekkinu til að fara inn. Ég vissi þá að þetta væri búið“ 

„Þegar hann sagði mér að hann myndi drepa mig ef ég færi frá honum. Greinilega lét það heilann minn hugsa – LOL ég mana þig. Í hreinskilni hélt ég að hann myndi drepa mig sama hvað. Það yrði í það minnsta erfiðara ef það væri læst hurð á milli okkar á meðan ég svæfi.“ 

„Fyrir mig var það brúðkaupsafmælið okkar. Sambandið hafði verið stirt í aðdragandanum, en nokkrum dögum fyrr var ég lögð inn á spítala eftir slys. Ég sendi honum skilaboð frá sjúkrarúminu þar sem ég óskaði honum til hamingju með daginn. Hann svaraði mér ekki. Þegar hann svo af skyldurækni heimsótti mig síðar þann dag hafði hann ekkert með sér og neitaði að viðurkenna að þetta væri brúðkaupsafmæli okkar. Þá vissi ég að þetta væri búið.“ 

„Ég vaknaði um miðja nótt til að pissa. Ég misreiknaði hvað þrepin voru mörg og hrasaði niður stigann. Ég fann svo til, fyrrverandi maðurinn minn hjálpaði mér upp og inn í næsta herbergi. Ég bað hann að hringja á sjúkrabíl þar sem sársaukinn var óbærilegur og hann svaraði – Þú veist að mér finnst leiðinlegt að tala við fólk. Svo ég hringdi sjálf og bað um sjúkrabíl. Ég vissi strax þá að ég gæti aldrei fyrirgefið honum. Ég endaði með að hanga í hjónabandinu í fimmtán ár til viðbótar, en þarna finnst mér að það hafi í raun endað.“ 

„Hann fór í gengum innkaupalistann og strikaði yfir allt sem hann sagðist ekki borða, svo sem kex, hveiti, smjör (en borðaði kökuna sem ég bjó til úr þessu) og rétti mér svo pening fyrir helmingnum af því sem stóð eftir. Ég vissi að ég gæti ekki þessa nísku lengur.“ 

„Barnið okkar var lagt inn á vökudeildina og ég fann ekki fyrir fótunum á mér eftir keisaraskurð svo ég gat ekki farið með því. Hann ákvað að fara bara heim því hann var „þreyttur“ (þetta var ekki bráðakeisari svo það var ekki eins og ég hefði verið með hríðar dögunum saman að halda fyrir honum vöku) og hann fór heim og fékk sér pizzu og spilaði playstation. Hann kom ekki til baka fyrr en sólarhring síðar. Sonur minn opnaði augun sín í fyrsta sinn í hitakassa og það var enginn þarna með honum“ 

„Fyrir mér var það þegar dóttir mín fæddist og hann kom ekki á spítalann fyrr en daginn eftir því hann var „þreyttur“. Ég var frá mér af ótta, þetta var eina stundin þar sem ég virkilega þurfti á honum að halda. Ég reyndi að komast yfir þetta en mér tókst það ekki.“ 

DailyMail greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Í gær

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka