Kynlífssérfræðingurinn og rithöfundurinn Tracey Cox spurði fólk hver þeirra versta kynlífsreynsla væri og deildi svo svörunum í grein sem hún ritaði hjá DailyMail um vandræðalegar uppákomur í svefnherberginu.
„Ég var að ferðast um Bali með kærustunni minni og vissi ekki að hún væri með „Bali maga“ – eða niðurgang eftir að hafa borðað götumatinn. Hún vildi ekki eyðileggja rómantíkina með því að játa þetta og það ólýsanlega gerðist þegar ég var að veita henni munnmök.“
„Ég var nýbúin að yfirgefa hjónabandið mitt og var spennt fyrir því að njóta smá skyndikynna. Ég fór að spjalla við myndarlegan mann á bar og tók hann með mér heim. Kynlífið var frábært en um leið og við kláruðum fór hann að gráta. Kom á daginn að hann hafði rifist við kærustuna sína og var með samviskubit yfir því sem hafði þarna átt sér stað.“
„Ég var að fá munnmök frá konu sem ég hafði aldrei sofið hjá áður. Það var smá sárt í byrjun, sem var skrítið, en ég kláraði samt. Þegar við kveiktum ljósin fengum við áfall. Það var blóð út um allt. Hún var með broddtönn sem hafði rifið forhúðina mína í tætlur.“
„Ég fékk hóstakast í miðjum klíðum sem var svo kröftugt að það ýtti honum ekki bara út úr mér á mikilvægum tímapunkti, heldur kom líka smá piss með í leiðinni.“
„Heldur einhver maður að við séum að kaupa þetta: „Úps, vitlaust gat“-dæmi? Ég hef aldrei upplifað svona sársauka og ég trúi því ekki að hann hafi gert þetta óvart.“
„Ég fór niður á stelpu sem var greinilega að glíma við einhvern heilsubrest. Hún lyktaði illa. Ég sjáanlega hörfaði og hún tók eftir því svo ég þurfti að segja henni. Ég gat hvort eð er ekkert komið nálægt henni.“
„Ég var að hugsa um að yfirgefa eiginmann minn en hafði ekki sagt honum frá því. Hann átti að vera að heiman á strákahelgi en kom óvænt aftur heim – og fann mig að stunda kynlíf, í hjónarúminu, með vini mínum. Hann kveikti ljósið, horfði á okkur í eina sekúndu, slökkti svo aftur og lokaði hurðinni. Ég hef aldrei skammast mín meira.“
Tracey segir að það sé margt sem geti farið úrskeiðis í kynlífi og mikið af vandræðalegum hlutim átt sér stað. Yfirleitt sé hægt að laga aðstæður með því að vera vel upplýstur, halda ró sinni og eiga opin og góð samskipti.
Rakti hún nokkrar algengar aðstæður og hvernig bæri að tækla þær. En lesa má þá yfirferð Tracey hér.