fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Harry svarar fyrir þrálátan orðróm um raunverulegt faðerni sitt

Fókus
Fimmtudaginn 12. janúar 2023 12:45

Harry Bretaprins og James Hewitt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Bretaprins er meðvitaður um orðróminn sem hefur verið á kreiki í mörg ár um faðerni hans.

Hann ræðir þetta í nýju bók sinni, Spare, sem kom út fyrr í vikunni.

Í marga áratugi hefur verið þrálátur orðrómur um að fyrrverandi elskhugi Díönu prinsessu, James Hewitt, sé raunverulegur faðir Harry. Þrátt fyrir að Díana og James eru sögð hafa byrjað að stinga saman nefjum 1987, þremur árum eftir að Harry fæddist.

Harry segir að faðir hans, Karl Bretakonungur, hafi gert mikið grín að þessu og „hlegið og hlegið.“

„Pabba fannst gaman að segja sögur og þetta var ein af hans uppáhalds,“ segir Harry í bókinni.

Sjá einnig: Harry Bretaprins snappaði á Meghan í heiftarlegu rifrildi

Mynd/Getty

Hann segir að faðir hans var vanur að segja: „Hver veit hvort ég sé í alvöru prinsinn af Wales? Hver veit hvort ég sé einu sinni alvöru faðir þinn? Kannski er raunverulegur faðir þinn í Broadmoor, elsku drengur!“

Harry segir að faðir hans hafi hlegið mikið af þessu. „Þetta var alls ekki fyndinn brandari, þar sem orðrómurinn á kreiki var að raunverulegur faðir minn væri einn af fyrrverandi elskhugum mömmu: James Hewitt.“

Hann segir að ein af ástæðunum fyrir orðróminum hafi verið rauða hár James. „En hin ástæðan var sadismi,“ segir hann í bókinni.

„Lesendur slúðurblaðanna elskuðu þessa hugmynd, um að yngra barn Karl Bretaprins væri ekki sonur hans. Þeir fengu ekki nóg af þessum „brandara“ af einhverri ástæðu. Kannski lét það þeim líða betur með líf sitt ef líf prinsins væri aðhlátursefni.“

Harry blés á kjaftasöguna í eitt skipti fyrir öll. „Mamma hitti ekki James Hewitt fyrr en löngu eftir að ég fæddist, en sagan var einfaldlega of góð til þess að fólk myndi hætta að dreifa henni.“

James Hewitt hefur einnig þvertekið fyrir orðróminn.

Sjá einnig: Trúverðugleiki Harry dreginn í efa eftir að upp komst um villur í bókinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram