Carol Vorderman, fjölmiðlakona frá Wales, segist eiga fimm kærasta í einu og er það æðislegt að hennar mati. Carol, sem er 62 ára gömul, hefur síðastliðin áratug verið í sambandi með meira en einni manneskju í einu en þvertekur þó fyrir að stunda einnar nætur gaman. Hún hefur talað opinskátt um að velja eitthvað annað en einkvæni í von um að opna umræðuna um ólíkari sambandsvenjur.
Í samtali við Michelle Visage í hlaðvarpinu Rule Breakers segist Carol ekki vera í eiginlegu sambandi en að hún njóti þess í botn. „Ég er með kerfi sem ég er búin að vera með í 10 ár. Ég kalla þá „sérstaka vini“. Ég talaði um það fyrir nokkrum mánuðum síðan um að eiga „sérstaka vini“ og það var eins og heimurinn hefði hrunið fyrir sumt fólk,“ segir hún í hlaðvarpinu.
„Ég komst svo að því að það var óvenju mikið af konum sem sögðu: Ég hef aldrei hugsað um þetta en mér lýst vel á þetta.“
Carol segist hafa verið með einum kærastanum sínum í 11 ár en öðrum í 7 ár. Hún segir að hún og allir kærastarnir séu í raun einhleypir en leggur þó aukna áherslu á að hún stundi ekki einnar nætur gaman.
Þá gagnrýnir Carol það að talað sé illa um konur af hennar kynslóð sem áttu meira en einn maka þegar þær giftu sig. „Allt var niðrandi við konur, það var umhverið sem ég ólst upp í,“ segir hún í þættinum. Þá bætti hún við að fólk mætti taka slík viðhorf og henda þeim út um gluggann.