Bandaríski leikarinn Noah Schnapp, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í vinsælu Netflix-þáttunum Stranger Things, kom út úr skápnum í gær.
Leikarinn gerði það í myndbandi á TikTok. Hann sagði að þegar hann hafi loksins látið verða að því að segja fjölskyldu og vinum hafi enginn verið hissa.
„Þegar ég loksins sagði vinum mínum og fjölskyldu að ég væri samkynhneigður, eftir að hafa verið hræddur í skápnum í 18 á,r og það eina sem þau sögðu var: „Við vitum það,““ skrifaði hann með myndbandinu.
Fallegum stuðningskveðjum hefur rignt yfir leikarann. Yfir 7,2 milljónir manns hafa líkað við myndbandið á hálfum sólarhring.
Sjáðu það hér að neðan.
@noahschnappI guess I’m more similar to will than I thought♬ original sound – princessazula0