fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Stjörnum prýdd forsýning Villibráðar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 11:53

Myndir: Hulda Margrét

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska gamanmyndin Villibráð var forsýnd í Smárabíói í gærkvöldi.

Stórskotalið leikara kemur saman í þessari kvikmynd undir leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur. Með hlutverk fara Aníta Briem, Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Snær Guðnason, Nína Dögg Filippusdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.

Myndin er endurgerð af ítölsku verðlaunakvikmyndinni Perfetti Sconsoscuti (Perfect Strangers) sem kom út árið 2016.

Villibráð fjallar um sjö vini í matarboði í Vesturbænum sem fara í stórhættulegan samkvæmisleik. Viðstaddir leggja símana á borðið og fallast á að öll símtöl og skilaboð sem berast verði deilt með samkomunni til að sanna að ekkert þeirra hafi nokkuð að fela.

Fjöldi mætti á forsýninguna í gær eins og sjá má á myndunum hér að neðan.

Ljósmyndari: Hulda Margrét.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 19 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?