„Þetta myndband sannfærði mig um að húðbleika hanskakenningin sé sönn,“ sagði Hannah.
@hannahbearbraun #duet with @dollyparton #rocknroll We as a society can’t deny it anymore. The woman is an enigma and I love her #dollyparton #dollypartonhands #fyp #conspiracy #skinsuit ♬ original sound – Dolly Parton
Myndbandið hefur vakið mikla athygli en þegar netverjar fóru að skoða málið betur kom í ljós að þetta er ekki kenning heldur staðreynd, sem Dolly hefur aldrei farið leynt með.
Aðdáendur komu með margvíslegar ástæður fyrir því að Dolly klæðist hönskum. Sumir sögðu þetta vera þjöppunarhanska því hún er með gigt, aðrir sögðu þetta vera til að hylja húðflúr eða ör sem hún er með og svo sögðu nokkrir þetta vera til að hylja öldrunareinkenni handanna.
Í viðtali við Vanity Fair árið 2017 sagði Dolly að hún klæðist langermabolum því hún er með húðflúr sem hylja gömul ör.
„Ég á það til að örbrigsli (e. keloid scar tissue) og þegar ég fæ ör verður fjólublár blær á því sem ég næ ekki að losna við. Þannig tattúin mín eru öll pastellituð og eru til þess að hylja nokkur ör. Ég er ekki að reyna að vera með einhverja stóra yfirlýsingu,“ sagði hún.
Steve Summers, listrænn stjórnandi Dolly, sagði hins vegar í viðtali við InStyle árið 2019 að söngkonan klæðist einfaldlega fingralausum hönskum því henni þykir það flott.
„Þeir spyrja: „Hvað er að höndunum hennar?“ Hún er 73 ára gömul og er ekki hrifin af þeim! Þetta er eðlilegt fyrir konu,“ sagði hann.