fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Óvenjulegar leiðir fyrir fólk að þéna peninga – Henda sér ofan á kistu eða selja loft í krukkum

Fókus
Þriðjudaginn 3. janúar 2023 22:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef maður er nógu hugmyndaríkur má selja svo að segja hvað sem er. Hver sem varan eða þjónustan er, er nokkuð víst að kaupanda er einhvers staðar að finna. 

Lítum á nokkur dæmi.

 

Loft

Andrúmsloft er ókeypis, það er jú all staðar og kostar ekki neitt, ekki satt? En loftgæði geta verið misjöfn eftir hvar maður er staddur í heiminum og su svæði hafa það mikla loftmengun að íbúar eru tilbúnir að greiða verulegar fjárhæðir fyrir hreint loft. 

Hugmyndaríkir frumkvöðlar, aðallega íbúar í dreifbýli í  Bretlandi og Kanada, þéna vel á að selja loft, aðallega til viðskiptavina í Kína. Loftið er selt í flöskum og er rándýrt. 

Klósettpappír

Það ætti nú ekki að kosta mikið að svara kalli náttúrunnar og gera númer eitt eða tvö. Eða bæði. Margir hafa það prýðilegt á dollunni, svara tölvupósti og/eða skoða TikTok.

En þeir eru til sem gera meiri kröfur þegar kemur að klósettferðum og það eru til framleiðendur klósettpappírs, aðallega í Ástralíu, sem eru meira en reiðubúnir að svara slíkri eftirspurn og búa til skeinara úr dýrustu hráefnum. 

Dýrasti klósettpappír heims er úr framleiddur úr 22 karata gulli og kostar hver rúlla 1,2 milljónir dollara eða tæpar tvær milljónir íslenskra króna. Stærsti kaupendahópurinn er í Dubai, þar sem gullklósett eru afar vinsæl, og reynda á Trump í það minnsta eitt slíkt.

Gullpappír á salerni segir gestum ,er þurfa að losa, að gestgjafinn sé á toppnum í virðingarstiga samfélagsins.

Hvort það er aftur á móti þægilegt að skeina sig á gullin er vafamál. 

Syrgjendur

Jarðarfarir eru almennt sorglegar samkomur, ekki síst fyrir þá er voru hvað nákomnastir hinum látna.

Í sumum samfélögum eru talið að virðingarleysi við hinn látna séu ekki nógu margir syrgjendur og hefur orðið til blómleg stétt atvinnusyrgjenda. 

Þeir eru ráðnir af ættingjum til að gráta sem mest bláókunnuga manneskju Þeir sem taka starf sem alvarlega, og fá greitt samkvæmt því, kynna sér ævi hins látna svo þeir geti haldið uppi vitrænum samræðum um hinn láta við alvöru syrgjendur. 

Syrgjendur er helst til leigu í ákveðnum löndum Afríku, Asíu og Suður-Ameríku en atvinnusyrgjendum fjölgar  hratt í Evrópu og Bandaríkjunum.

Ef að viðkomandi sýnir sérstaklega mikla sorg, á við að henda sér í jörðina, faðma kistuna eða jafnvel stökkva ofan í gröfina fæst góður bónus. 

Meydómur

Það er ekkert nýtt að kynlíf selur. En það sem er hvað dýrast er meydómur. Sumar stúlkur taka sinn meydóm afar alvarlega, vilja jafnvel halda í hann fram að brúðkaupi, en aðrar unga konur eru með aðra forgangsröð þegar að meydómi þeirra kemur. 

Það er töluverð eftirspurn meðal sumra karlmanna að vera „fyrstir” og margir eru til í að greiða háar fjárhæðir fyrir. Ekki síst í sumum menningarsamfélögum þar sem menn er afmeyja konur eru taldir mun hærra í virðingarstiga samfélags (karlmanna) en aðrir. 

Með því að grafa nokkuð djúpt á internetinu, ekki síst hinum „myrka vef” er að finna uppboðssíður þar sem meydómur er seldur hæstbjóðanda.

Þær konur er ná að semja vel hafa getað greitt námslán, keypt sér fasteign og jafnvel stofnað fyrirtæki. Þær þurfa aftur á móti að ganga yfir sig ganga ítarlegar rannsóknir lækna til að kaupandi sé viss um að kaupa ekki köttinn í sekknum. 

Sú konar sem vitað er um að hafi selt sinn meydóm dýrast fékk hvorki meira en minn en þrjár milljónir dollara eða tæplega 450 milljónir íslenskra króna fyrir nóttina. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn