Veitinga- og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, fagnaði nýju ári með fyrrverandi eiginkonu sinni, Bryndísi Björg Einarsdóttur, og sonum þeirra þremur. Þau skildu árið 2018 eftir 20 ára samband.
Athafnamaðurinn birti skemmtilegar myndir frá áramótunum á Instagram og skrifaði með: „Þáði boð Bryndísar um að vera með um áramótin. Fjölskyldan í fyrirrúmi.“
View this post on Instagram
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fjölskyldan fagnar stórhátíð saman. Árið 2020 bauð Simmi Bryndísi í mat á jólunum, einnig vörðu þau jóladag saman í ár.
Í samtali við Vísi árið 2020 sagði hann að það væri mikilvægt við skilnað að foreldrar reyni að halda góðum samskiptum sín á milli fyrir börnin.
„Það er eitthvað sem fólk ætti að íhuga sem tekur upp á því að skilja. Að sammælast um að börnin séu í forgangi af því að nota börnin í einhverskonar deilum er ekki fallegur leikur. Þeir sem gera það átta sig ekki á því að þegar börnin verða eldri og þau átta sig á því að þá kemur að skuldadögum,“ sagði Sigmar.
View this post on Instagram