fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Stella Blómkvist snýr aftur

Fókus
Föstudaginn 30. september 2022 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Önnur serían af Stellu Blómkvist, með Heiðu Reed í hlutverki hinnar eitursvölu Stellu, sem er mjög óhefðbundinn lögfræðingur í Reykjavík verður frumsýnd á Viaplay á sunnudaginn, 2 október. Fyrsta serían hlaut átta tilnefningar til Edduverðlauna.

Stella Blómkvist er klár, vægðarlaus, hefur smekk fyrir góðu viskíi og beitir helst aðeins einni aðferð til að ná fram réttlæti – sinni eigin. En eftir því sem hún verður sífellt meira viðriðin valdamesta stjórnmálafólk landsins, þá stendur hún frammi fyrir röð af dramatískum nýjum málum sem neyða hana til að reyna á eigin mörk – og laganna.

Stella Blómkvist er byggð á samnefndum metsölubókum og leikstjóri er í höndum Óskars Þórs Axelssonar (Svartur á leik) og Þóru Hilmarsdóttur (The Valhalla Murders). Auk Heiðu Reed verða leikarar á borð við Kristínu Þóru Haraldsdóttur, Þorstein Guðmundsson og Söru Dögg Ásgeirsdóttur í lykilhlutverkum, rétt eins og í fyrstu seríu.

Önnur þáttaröð er samstarfsverkefni með Símanum og framleitt af Sagafilm, með stuðningi frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.

Sex þættir eru í annarri seríu og alþjóðlegur dreifingaraðili er Red Arrow Studios International, en henni er dreift af Lumière í Benelúxlöndunum.

Stella Blómkvist 2 verður frumsýnd á Viaplay sunnudaginn 2. október, þegar allir þættirnir verða gerðir aðgengilegir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð