fbpx
Laugardagur 26.nóvember 2022
Fókus

Ólafur var fenginn til að húðflúra Valla á óvenjulegan stað – „Með því steiktasta sem ég hef gert“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 30. september 2022 10:54

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er svona með því steiktasta sem ég hef gert í vinnunni,“ segir húðflúrarinn Ólafur Laufdal um afar óvenjulegt húðflúr sem hann gerði í gær. „Alveg klárlega.“

Húðflúrið sem um ræðir er mynd af Valla, sem er hvað þekktastur sem aðalpersónan í Hvar er Valli? bókaflokknum, en húðflúrið er staðsett á spönginni svokölluðu, það er á svæðinu á milli kynfæra og endaþarms. „Þetta er nú góður vinur minn sko, ég færi eflaust ekki að gera þetta nema það væri þannig. En þetta var búin að vera hugmynd hjá honum í mörg ár, ákváðum að láta vaða á þetta núna,“ segir Ólafur í samtali við blaðamann.

Skjáskot: Instagram/@olafurlaufdaltattoo

Aðspurður segist Ólafur, sem vinnur á húðflúrstofunni Lifandi list, aldrei hafa gert neitt húðflúr í líkingu við þetta. „Nei, ekki einu sinni nálægt þessu.“

Skjáskot: Instagram/@olafurlaufdaltattoo

Ólafur birti myndir af húðflúrinu á Instagram-síðu sinni í gær og fékk það mikil og góð viðbrögð frá fylgjendum hans. „Það eru mjög margir búnir að vera bregðast við þessu á Instagram-inu mínu,“ segir Ólafur.

Skjáskot: Instagram/@olafurlaufdaltattoo

„Fólk var bara ekkert endilega að trúa því fyrst að ég væri raunverulega að fara að gera þetta. Fólk var bara að hrósa honum líka, aðrir flúrarar voru líka að senda á mann að þetta væri það besta sem þeir hefðu séð. Þannig þetta hafa verið mjög góð viðbrögð, fólk styður hann í þessari ákvörðun.“

Skjáskot: Instagram/@olafurlaufdaltattoo

Hægt er að  með Ólafi á Instagram hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sagður hafa sýnt samstarfsfólki klámmyndir af Kim

Sagður hafa sýnt samstarfsfólki klámmyndir af Kim
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sverrir Bergmann og Kristín Eva trúlofuð

Sverrir Bergmann og Kristín Eva trúlofuð