fbpx
Mánudagur 05.desember 2022
Fókus

Systurnar lýsa yfir áhyggjum af Khloé Kardashian

Fókus
Fimmtudaginn 29. september 2022 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Systur raunveruleikastjörnunnar Khloé Kardashian hafa áhyggjur af henni en þeim finnst hún „of grönn.“

Í nýjasta þætti af The Kardashians nefndi Kim Kardashian við systur sína að yngri systur þeirra, Kendall og Kylie Jenner, höfðu deilt áhyggjum sínum af Khloé og holdafari hennar með sér.

Þeim finnst hún hafa grennst mikið undanfarið, sérstaklega eftir faðernisskandal körfuboltakappans Tristan Thompson, barnsföður og fyrrverandi kærasta Khloé.

„Þú ert mjög grönn. Ég verð að segja þér að Kendall og Kylie, ekki að ég sé að reyna að koma upp um þær, en þær sendu á mig skilaboð og sögðust hafa áhyggjur af þér, því þú ert mjög grönn,“ sagði Kim við hana.

Khloé reyndi að gera lítið úr aðstæðum og sagði: „Og Kendall sagði það, fyrirsætan sjálf. Vá.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Khloé Kardashian (@khloekardashian)

Kim sagði að líklegast stafaði þetta af stressi. „Ég sagði: „Nei stelpur, hún er í góðu lagi.“ En ég sagði líka: „Þið hafið algjörlega rétt á því að hafa áhyggjur, en ég er að segja ykkur það; hún er í góðu lagi,“ sagði hún.

En það er ekki alveg satt. Khloé viðurkenndi seinna í þættinum að það hafi verið „ótrúlega erfitt“ að ganga í gegnum allt dramað í kringum Tristan og framhjáhöld hans.

„Það erfiðasta við þetta allt saman er að reyna að hætta að elska einhvern. Þetta var líf mitt í sex ár. Og við vorum ekki bara par, við vorum, í alvöru, bestu vinir. Við æfðum saman og gerðum fullt af hlutum saman. Og að læra að hætta að finna þessar tilfinningar tekur tíma. Bara þó einhver komi illa fram við þig þýðir það ekki að þú hættir strax að elska manneskjuna,“ sagði hún.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Khloé Kardashian (@khloekardashian)

Í byrjun árs gekkst Tristan opinberlega við því að hafa feðrað barn með annarri konu á meðan hann var í sambandi með Khloé. Þetta var ekki í fyrsta – né annað – skipti sem upp komst um að hann hafi haldið framhjá raunveruleikastjörnunni.

„Ég tek fulla ábyrgð á þessu. Nú þegar faðernið hefur verið staðfest hlakka ég til að taka þátt í uppeldi sonar míns. Ég vil biðja alla þá afsökunar sem ég hef sært eða valdið vonbrigðum í gegnum þetta mál, bæði opinberlega og bak við tjöldin,“ sagði hann í yfirlýsingu sem hann gaf út á sinum tíma.

Það sem aðdáendur vissu ekki á þeim tíma var að Khloé og Tristan áttu þá von á barni með aðstoð staðgöngumóður. Greint var frá því í júlí og sonur þeirra kom í heiminn í ágúst. Fyrir eiga þau True Thompson, fjögurra ára.

Sjá einnig: Khloé rýfur þögnina um son hennar og Tristan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eyfi flutti Daga á Hringbraut í gær, sjáið flutninginn

Eyfi flutti Daga á Hringbraut í gær, sjáið flutninginn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ritstjórinn með atlögu að Íslandsmeti í ólesnum tölvupóstum

Ritstjórinn með atlögu að Íslandsmeti í ólesnum tölvupóstum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Kanye er alveg genginn af göflunum“

„Kanye er alveg genginn af göflunum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Paralympic-dagurinn 2022 – Kynning á íþróttaiðkun fatlaðra

Paralympic-dagurinn 2022 – Kynning á íþróttaiðkun fatlaðra
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Þetta er pínu að ögra fólki en það er aldrei markmiðið, heldur að vera með eins hreinskilna og einlæga umfjöllun og hægt er og þora að fara þangað“

„Þetta er pínu að ögra fólki en það er aldrei markmiðið, heldur að vera með eins hreinskilna og einlæga umfjöllun og hægt er og þora að fara þangað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingibjörg ólst up við sárafátækt hjá fordómafullum föður sem neitaði að biðja um hjálp

Ingibjörg ólst up við sárafátækt hjá fordómafullum föður sem neitaði að biðja um hjálp