fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Rakar sig ekki og notar ekki svitalyktareyði

Fókus
Miðvikudaginn 28. september 2022 16:30

Cherry the Mistress

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona nokkur sem gengur undir nafninu Cherry the Mistress segir í samtali við Daily Star að hún hafi ekki rakað á sér líkamshárin í tvö ár og að hún ætli sér ekki að gera það á næstunni. Henni sé sama hvað svokölluð nettröll segja við því enda séu aðdáendur hennar á OnlyFans hrifnir af þessu, sem og hún sjálf.

Cherry segir að það séu nokkrar ástæður fyrir því að hún hætti að raka sig. „Mér fannst það til dæmis alltaf vera svo mikið verkefni að raka mig og auk þess verður húðin mín slæm þegar ég geri það,“ segir OnlyFans-stjarnan sem man eftir nákvæmlega tímapunktinum sem hún ákvað að hætta því að raka sig.

„Ég var að gera mig til fyrir stefnumót með einhverjum manni og ég var í sturtunni. Þegar ég var að fara að raka mig þá mundi ég eftir félagsfræðitíma sem ég var í þar sem talað var um kynhlutverk og hvernig þau eru kennd. Mér hefur alltaf verið kennt af fjölskyldu minni og vinum að ég eigi að raka mig.“

Það var þá sem Cherry spurði sig hvers vegna hún væri eiginlega að raka sig fyrir mann sem hún þekkti ekkert. Hún ákvað því að sleppa því að raka sig en fór aldrei á stefnumótið þar sem maðurinn hætti að svara henni.

Cherry hefur líka reynt að segja skilið við svitalyktareyðinn. „Ég hætti því að nota hann fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar ég er heima hjá mér en ef ég fer í ræktina eða út að borða þá set ég á mig fyrir annað fólk. Ég er virkilega byrjuð að elska þessa náttúrulegu lykt sem kemur af mér.“

Samkvæmt Cherry eru aðdáendur hennar á OnlyFans hrifnir af líkamshárunum hennar. „Viðbrögðin hafa verið afskaplega jákvæð! Þau segja mér mjög oft hversu mikið þau elska hárin á höndunum og í klofinu mínu,“ segir hún og bætir við að einnig sé mikil hrifning af líkamsbyggingu hennar. „Mér hefur verið sagt að ég sé gyðja og margir segja að ég sé draumakonan þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“