fbpx
Miðvikudagur 01.febrúar 2023
Fókus

Sakbitin sæla þekktra Íslendinga – „Kalt smjör með banana“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 25. september 2022 12:30

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við erum flest sek um að eiga einhvers konar sakbitna sælu (e. guilty pleasure) . Eitthvað sem veitir okkur ánægju, matarkyns eða afþreying, en við skömmumst okkar aðeins fyrir það. Fókus forvitnaðist um hvað þar sem þekktir Íslendingar elska en eru kannski ekkert að að flagga því dagsdaglega. Þar á meðal er það banani með köldu smjöri og raunveruleikaþátturinn Temptation Islands

Þekktir Íslendingar svöruðu hver þeirra sakbitna sæla er, eins og banani með köldu smjöri og raunveruleikasjónvarpsþátturinn Temptation Island.

Sigmar Vilhjálmsson, veitinga- og athafnamaður

„Í dag eru það piparfylltir trompbitar frá Nóa Siríus,“ segir Simmi Vill.

Margrét Erla Maack. mynd/Ernir

Margrét Erla Maack, fjölmiðlakona, kabarett-drottning og gleðigjafi

„Sjónvarpsþátturinn The Office. Ég kláraði seríuna enn á ný í gær en byrjaði strax aftur á byrjuninni. Best er að fara í heita sturtu eftir danstíma, gera lítinn ostabakka og éta af honum undir sæng á meðan Michael Scott segir THAT’S WHAT SHE SAID. Sá brandari er einmitt líka önnur sakbitin sæla, þarf oft að hemja mig í faglegu umhverfi að glopra honum ekki út úr mér,“ segir hún.

Kara Kristel. Mynd/Sigtryggur Ari

Kara Kristel Signýjardóttir,  áhrifavaldur og förðunarfræðingur

„Mitt guilty pleasure í augnablikinu er kalt smjör með banana, ekkert eðlilega gott combo að fá saltið á móti sætunni,“ segir Kara.

Brynja Dan. Mynd/Aldís Pálsdóttir.

Brynja Dan Gunnarsdóttir, athafnakona og bæjarfulltrúi

„Bachelor og Brúna brauðið í brauðkörfunni á Cheescake Factory. Og allar brauðkörfur svosem..“

Egill Ploder. Mynd/Instagram

Egill Ploder Ottóson, útvarpsmaður

„Ég hef í gegnum tíðina verið frekar opinn með skoðanir mínar í þessum guilty pleasure málum. Justin Bieber hefur verið uppáhalds tónlistarmaðurinn minn síðan ég var 14 ára, það er eitthvað frábært við sjónvarpsþáttinn Temptation Island og brauð með kindakæfu og pepperoni er gjörsamlega sturlað combo.“

Gerður Huld. Mynd: aðsend

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush

„1. Raunveruleikaþættir, því meira drama því skemmtilegra. 2. Voga krydd ídýfa! Gæti borðað hana með öllum mat,“ segir hún.

Guðmundur Emil. Aðsend mynd.

Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og vaxtaræktarkappi

„Stórt stórt „cheat meal“. Borða á mig gat og svo taka æfingu þremur tímum seinna eða daginn eftir. Nýta þá orkuna í 2-3 tíma æfingu og hoppa svo í saunu í 15-30 mínútur. Jafnvel taka sjósund ef þetta er um helgi. Þetta er me time og my guilty pleasure.“

Sigga Dögg kynfræðingur Mynd: Anton Brink

Sigga Dögg, kynfræðingur

„Ég er að reyna losna við að sælu fylgi eitthvað samviskubit svo það er meira mitt verkefni – að taka á móti allri sælu án skammar, réttlætingar og eftirsjár“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lisa Marie Presley sögð hafa verið í öfgafullri megrun fyrir andlátið

Lisa Marie Presley sögð hafa verið í öfgafullri megrun fyrir andlátið
Fókus
Í gær

Opnar sig um sviplegt andlát sonarins – „Hann var falleg manneskja að innan sem utan“

Opnar sig um sviplegt andlát sonarins – „Hann var falleg manneskja að innan sem utan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þingmaður Sjálfstæðisflokks reynir fyrir sér á nýjum vettvangi – „How Do You Like Iceland?

Þingmaður Sjálfstæðisflokks reynir fyrir sér á nýjum vettvangi – „How Do You Like Iceland?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Annie Mist brotnar niður – „Ég horfði í spegilinn og þekkti ekki sjálfa mig“

Annie Mist brotnar niður – „Ég horfði í spegilinn og þekkti ekki sjálfa mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan að baki ljósmyndinni – Misþyrmingarnar sem þrællinn Peter þurfti að þola fylltu almenning áður óþekktum hryllingi

Sagan að baki ljósmyndinni – Misþyrmingarnar sem þrællinn Peter þurfti að þola fylltu almenning áður óþekktum hryllingi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Trikk til að viðhalda heilbrigði naglanna og lakkinu lengur fallegu

Trikk til að viðhalda heilbrigði naglanna og lakkinu lengur fallegu