fbpx
Sunnudagur 25.september 2022
Fókus

Þau eru guðforeldrar Archie – Ljúfsárar tengingar við fortíð Harry

Fókus
Föstudaginn 23. september 2022 14:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Archie, sonur Harry prins og Meghan hertogaynju, er nú orðinn prins. Er það til siðs hið ytra að útnefnda börnum sínum svokallaða guðforeldra sem eru börnunum til halds og traust í lífi þeirra sem og taka stundum við þeim ef foreldrar þeirra falla frá. Opinberað hefur verið að Tiggy Pettifer og Mark Dyer eru guðforeldrar Archies.

En hvaða fólk er þetta? Tiggy var barnfóstra Harry þegar hann var lítill og Mark er náinn vinur hans og fyrirmynd í lífinu.

Líklegt þykir að guðforeldrarnir séu í raun fleiri enda ekki óþekkt að konungsfólk útnefni fjölda fólks sem guðforeldra barna þeirra.

Hver er Tiggy?

Tiggy var aðstoðarmaður Karls Bretlandskonungs á árunum 1993-1999, en hún sá einkum um að annast prinsana, Harry og Vilhjálm. Hún vakti athygli fjölmiðla þegar hún talaði um prinsanna sem „börnin mín“.

Hún fylgdi prinsunum oft í frí. Hún var þekkt fyrir að keðjureykja og var sögð geta reykt sígarettu á meðan hún renndi sér á skíðum. Díana prinsessa gagnrýndi reykingarnar harðlega, sérstaklega þegar hún reykti í kringum prinsanna. Þegar Vilhjálmur prins var í skólanum Eton bað hann Tiggy að mæta á hátíð hjá skólanum frekar en foreldra sína.

Hún var til staðar fyrir prinsana þegar móðir þeirra lét lífið og var það þekkt staðreynd að prinsarnir hefðu sérstakt dálæti á þessari barnfóstur sinni.

Díana hélt um tíma að Karl Bretlandskonung, þá Bretlandsprins, væri ástfanginn af Tiggy og ætlaði sér að giftast henni. Síðar viðurkenndi Tiggy að hafa verið skotin í Karli á sínum tíma. Díana var svo sannfærð um að Karl væri ástfanginn af Tiggy að hún hélt því fram að Camilla, sem í dag er eiginkona Karls, væri bara þarna til að afvegaleiða umræðuna, í raun ætlaði Karl sér að giftast Tiggy.

Aðrir hafa bent á að afbrýði Díönu hafi einkum verið vegna þess hversu vel Tiggy samdi við syni hennar, en Díana er sögð hafa skrifað Karli bréf þar sem hún sagði að Tiggy mætti ekki eyða óþarfa tíma í herbergjum drengjanna, ekki lesa fyrir þá eða koma þeim í háttinn.

Hver er Mark?

Mark Dyer hefur verið kallaður „auka pabbi“ Harry prins. Hann hefur verið einnig verið sagður „mentor“ prinsins. Mark starfaði fyrir Karl Bretlandskonung á tíunda áratugnum og kynntist þar prinsunum og varð sérstaklega náinn þeim eftir að þeir misstu móður sína.

„Það var Mark, en ekki Karl sem ól Harry upp eftir að Díana prinsessa dó,“ sagði einn heimildarmaður við New IdeaThe Sun sagði að Harry hafi lýst Mark sem „einum af þeim fáu manneskjum sem geta komið viti fyrir mig.“

Því var jafnvel haldið fram um tíma að Mark væri raunverulegur faðir Harry, en það er þó ekki svo. Þessar sögu má helst rekja til þess að þeir eru báðir rauðhærðir. Prinsinn mætti í brúðkaup Marks árið 2010 og er guðfaðir sonar hans, Jaspers, sem var svo brúðarsveinn í brúðkaupi Harrys árið 2018.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Draumar aðdáenda Johnny Depp rættust – næstum því

Draumar aðdáenda Johnny Depp rættust – næstum því
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eign dagsins – 128 fermetrar á 29,9 milljónir

Eign dagsins – 128 fermetrar á 29,9 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

T-skálarnar til vandræða í fluginu – „Farþegarnir voru svo ógeðslegir við mig“

T-skálarnar til vandræða í fluginu – „Farþegarnir voru svo ógeðslegir við mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að koma kærustunni á óvart en greip hana glóðvolga í rúminu með annarri konu

Ætlaði að koma kærustunni á óvart en greip hana glóðvolga í rúminu með annarri konu