fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
Fókus

Leikari dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að bana móður sinni – Ætlaði líka að myrða forsætisráðherrann

Fókus
Föstudaginn 23. september 2022 10:12

Ryan úr þáttunum Riverdale

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíski leikarinn Ryan Grantham hefur verið fundinn sekur um að hafa myrt móður sína og mun nú verja restinni af ævinni bak við lás og slá.

Leikarinn er 24 ára gamall og var þekktur fyrir hlutverk sit tí kvikmyndinni Diary of a Wimpy Kid sem og úr táningaþáttunum Riverdale.

Hann hefur nú verið dæmdur í lífstíðarfangelsi, þó með möguleika á reynslulausn eftir 14 ár. Honum hefur einnig verið meinað fyrir lífstíð að eiga skotvopn.

Lögmaður Granthams sagði í samtali við fjölmiðla eftir að dómurinn féll að Grantham hafi undanfarið unnið haft í sjálfum sér og sjái mikið eftir ódæðinu.

„Hann hefur fengið mikla sálfræði aðstoð og hefur glímt við það sem hann gerði og reynt að horfast í augu við það, en hann vonar að hann geti helgað restinni af lífi sínu því að bæta fyrir brot sitt.“

Grantham banaði móður sinni Barböru í mars 2020. Fjölmiðlar greindu frá því að hann hefði „æft“ morðið og tekið myndbönd, meðal annars hafi hann gert upptöku eftir morðið þar sem hann játaði að hafa banað móður sinni og sýndi lík hennar eftir að hann hafði skotið hana í höfuðið með skotvopni þar sem hún sat og spilaði á píanó.

Grantham er svo sagður hafa verið með þrjár byssur, skotfæri, tólf molotov kokteila, útilegugræjur og landakort þar sem heimili kanadíska forsætisráðherrans, Justin Trudeau, var merkt. Grantham hafi ætlað að myrða forsætisráðherrann og fór út í bíl og hélt af stað. Hann hafi þó hætt við og þá ætlað að fremja fjöldamorð í nágrenni fyrrverandi skóla síns. Hann hafi einnig hætt við það og farið beint á næstu lögreglustöð þar sem hann gekk inn og sagði „ég myrti móður mína“.

Geðlæknar sögu Grantham hafa á þessum tíma glímt við alvarlegt þunglyndi og upplifað þörf til að beita ofbeldi og taka eikið líf. Hann hafi ákveðið að myrða móður sína til að hlífa henni við afleiðingum þess ofbeldis sem hann hugðist beita.

Grantham las upp yfirlýsingu í dómsal um brot sín: „Það er sárt að hugsa til þess hversu illa ég hef klúðrað lífinu mínu. Þegar maður horfir í augu þess að hafa gert eitthvað svona hrottalegt virðist það tilgangslaust að segja fyrirgefðu. En af öllu hjarta – ég sé eftir þessu.“

Sjá einnig: Leikarinn úr Diary of a Wimpy Kid myrti móður sína – Ætlaði einnig að myrða Justin Trudeau

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurður Ingólfsson skáld drakk af metnaði, dó tvisvar og tekst á við geðhvarfasýki – ,,Ég áttaði mig á að ég var orðinn klisja“

Sigurður Ingólfsson skáld drakk af metnaði, dó tvisvar og tekst á við geðhvarfasýki – ,,Ég áttaði mig á að ég var orðinn klisja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fullnægingar kvenna þá og nú – Móðursýkin, fyrsti víbratorinn og tölfræði raðfullnæginga

Fullnægingar kvenna þá og nú – Móðursýkin, fyrsti víbratorinn og tölfræði raðfullnæginga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Steingerður kveðjur Vikuna – „Nú tekur við nýtt starf hjá einstökum samtökum“

Steingerður kveðjur Vikuna – „Nú tekur við nýtt starf hjá einstökum samtökum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Miles Teller braut reglur þegar hann hitti Vilhjálm og Katrínu

Miles Teller braut reglur þegar hann hitti Vilhjálm og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Brúðurin sem sigraði hjörtu heimsbyggðarinnar – Yfirgefin við altarið en lét það ekki stoppa sig

Brúðurin sem sigraði hjörtu heimsbyggðarinnar – Yfirgefin við altarið en lét það ekki stoppa sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myrkar hliðar fjólubláu risaeðlunnar afhjúpaðar – Hvers vegna elskar heimurinn að hata?

Myrkar hliðar fjólubláu risaeðlunnar afhjúpaðar – Hvers vegna elskar heimurinn að hata?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hannesarholt opnar eftir árshlé eftir rausnarlegt framlag frá New York – Friðrik V. með veitingareksturinn

Hannesarholt opnar eftir árshlé eftir rausnarlegt framlag frá New York – Friðrik V. með veitingareksturinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Max Verstappen og Viaplay í frekara samstarf

Max Verstappen og Viaplay í frekara samstarf